Blóm og kúlur

Þessi 4. vísbending fyrir ráðgátuteppið inniheldur 6 fyrstu umferðirnar á stórum ferning sem er heklaður eftir mynsturteikningu A.2. Við skulum hekla þennan ferning í 2 fallegum litasamsetningum. Við heklum sömu lykkjur eins og áður en bætum við, á meðal annars, kúlum og önnur spennandi mynstur.

Litir

Fyrstu 6 umferðirnar í A.2 eru heklaðar í eftirfarandi litum:

UPPFITJUN + 1.UMFERÐ: 01 hvítur
2.UMFERÐ: 17 ljós fjólublár
3.-4.UMFERÐ: 15 bleikur
5.UMFERÐ: 01 hvítur
6.UMFERÐ: 17 ljós fjólublár

LEIÐSÖGN VARÐANDI LITI:
Notar þú aðra litasamsetningu en þá sem við notum hér?
Merktu þá hjá þér hvaða litanúmer þú setur í staðin áður en þú byrjar, þú getur fundið yfirlit yfir litanúmerinhér.

HEKLLEIÐBEININGAR:
Það sem stendur á milli tveggja * á að endurtaka í hvert skipti þar sem stendur frá *-* í uppskrift.
Rauðu táknin í mynsturteikningu eru útskýrð í texta yfir myndum.

Nú byrjum við!

UPPFITJUN:
Heklið 4 loftlykkjur með litnum hvítur, tengið þær saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju.

1. UMFERÐ:
Heklið 3 loftlykkjur (= 1 stuðull).

Heklið * 1 loftlykkju, 1 stuðul í loftlykkjuhringinn *, endurtakið frá *-* 11 sinnum alls, 1 loftlykkja (= 12 stuðlar).

Endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar, lesið LITASKIPTI að neðan. Skiptið yfir í litinn ljós fjólublár, klippið frá þráðinn með litnum hvítur.

LITASKIPTI:
Til að fá fallega skiptingu þegar skipt er um lit er síðasta lykkjan í umferð hekluð með nýja litum.

2. UMFERÐ:
Heklið 1 keðjulykkju í loftlykkju frá fyrri umferð, heklið «KÚLA Í BYRJUN Á UMFERл, þannig: 3 loftlykkjur (jafngilda 1. stuðli), heklið 3 stuðla í sömu lykkju, sleppið lykkjunni frá síðasta stuðli af heklunálinni, stingið heklunálinni inn framan við þriðju loftlykkju á toppnum á fyrsta stuðli sem var heklaður, sækið lykkjuna frá síðasta stuðli og dragið hana gegnum lykkjuna á heklunálinni.

Heklið * 3 loftlykkjur, «KÚLA» þannig: Heklið 4 stuðla í næstu loftlykkju, sleppið lykkjunni frá síðasta stuðli af heklunálinni, stingið heklunálinni inn fyrir framan í toppinn á fyrsta stuðli sem var heklaður, sækið lykkjuna frá síðasta stuðli og dragið hana í gegnum lykkjuna á heklunálinni *, endurtakið frá *-* 11 sinnum alls, 3 loftlykkjur = 12 kúlur.

Endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju (í 1. kúlu) frá byrjun umferðar.

3. UMFERÐ:
Heklið 1 keðjulykkju í toppinn á 1. kúlu, skiptið yfir í litinn bleikur, 1 loftlykkja, klippið frá þráðinn í litnum ljós fjólublár.

Heklið * 1 fastalykkju um loftlykkjubogann, 5 loftlykkjur, 1 fastalykkja um næsta loftlykkjuboga, 9 loftlykkjur, 1 fastalykkja um næsta loftlykkjuboga, 5 loftlykkjur *, endurtakið frá *-* 4 sinnum alls.

Endið með 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju frá byrjun umferðar.

4. UMFERÐ:
Heklið 1 keðjulykkju í hvora af næstu 2 loftlykkjum, 1 loftlykkja.

Heklið * 1 fastalykkju um loftlykkjubogann, 2 loftlykkjur, 5 stuðlar um 9-loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur (horn), 5 stuðlar um sömu 9-loftlykkjuboga, 2 loftlykkjur, 1 fastalykkja um næstu 5-loftlykkjuboga, 5 loftlykkjur *, endurtakið frá *-* 4 sinum alls.

Endið með 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju frá byrjun umferðar.

5. UMFERÐ:
Heklið 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju, jafnframt er skipt yfir í litinn hvítur, klippið frá þráðinn í litnum ljós fjólublár, heklið KÚLA Í BYRJUN UMFERÐAR.

Heklið 2 loftlykkjur, 1 stuðul í næsta stuðul, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 stuðul, 1 stuðull í hvern af næstu 3 stuðlum.

HORN. Heklið 2 stuðla um loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur, 2 stuðlar um sama loftlykkjuboga.

Heklið * 1 stuðul í hvern af næstu 3 stuðlum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 stuðul, 1 stuðul í næsta stuðul, 2 loftlykkjur, heklið KÚLA í 2. loftlykkju, 2 loftlykkjur, heklið KÚLA í 3. loftlykkju, 2 loftlykkjur, KÚLA í 1. loftlykkju, 2 loftlykkjur, 1 stuðul í næsta stuðul, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 stuðul, 1 stuðul í hvern af næstu 3 stuðlum *, endurtakið HORN og frá *-* 3 sinnum alls, heklið HORN.

Heklið * 1 stuðul í hvern af næstu 3 stuðlum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 stuðul, 1 stuðul í næsta stuðul, 2 loftlykkjur, heklið KÚLA í 2. loftlykkju, 2 loftlykkjur, heklið KÚLA í 3. loftlykkju, 2 loftlykkjur. Endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar, ekki skipta um lit.

6. UMFERÐ:
Heklið 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju, jafnframt er skipt yfir í litinn ljós fjólublár, klippið frá þráðinn í litnum hvítur, 3 loftlykkjur, hoppið yfir 1 loftlykkju.

Heklið 1 stuðul í/um hverja af næstu 3 lykkjum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í hverja af næstu 3 lykkjum.

HORN. Heklið 2 stuðla um loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur, 2 stuðlar um sama loftlykkjuboga.

Heklið * 1 stuðul í hverja af næstu 3 lykkjum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í/um hverja af næstu 3 lykkjum, 1 stuðul um hvorn af næstu 2 loftlykkjubogum, 1 stuðul í toppinn á (í miðju) KÚLU, 1 stuðul um hvorn af næstu 2 loftlykkjubogum, 1 stuðul í/um í hverja af næstu 3 lykkjum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í hverja af næstu 3 lykkjum *, endurtakið HORN og frá *-* 3 sinnum alls, heklið HORN.

Heklið 1 stuðul í hverja af næstu 3 lykkjum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í/um hverja af næstu 3 lykkjum, 1 stuðul um hvorn af næstu 2 loftlykkjubogum, 1 stuðul í toppinn á (miðju) KÚLU, 1 stuðul um næsta loftlykkjuboga. Endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjum umferðar, skiptið yfir í litinn fjólublár, klippið frá þráðinn í litnum ljós fjólublár (= 84 stuðlar, 8 loftlykkjur og 4 horn með 3 loftlykkjum, umferðina hringinn).

Geymið stykkið og heklið annan ferning í nýrri litasamsetningu:

UPPFIT + 1. UMFERÐ: 01 hvítur
2.UMFERÐ: 16 fjólublár
3.- 4.UMFERÐ: 15 bleikur
5.UMFERÐ: 01 hvítur
6. UMFERÐ: 17 ljós fjólublár

Tilbúið!

Svona líta báða litasamsetningarnar út eftir mynsturteikningu A.2, til og með 6. umferð.

Útkoman af vísbendingu#4 verður 2 stk ferningar þar sem hvor mælist ca 17 cm x 17 cm.

Öll mynsturteikning fyrir vísbendingu#4

= 4 loftlykkjur, tengið þær í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju – sjá punkt í hring, umferðin byrjar og endar hér
= loftlykkja
= keðjulykkja í /um lykkju
= stuðull um loftlykkjuhring/loftlykkjuboga
= KÚLA Í BYRJUN Á UMFERÐ: 3 loftlykkjur (jafngilda 1 stuðli), heklið 3 stuðla í sömu lykkju, sleppið lykkjunni frá síðasta stuðli af heklunálinni, stingið heklunálinni inn fyrir framan í þriðju loftlykkju á toppnum á fyrsta stuðli sem var heklaður, sækið lykkjuna frá síðasta stuðli og dragið hana í gegnum lykkjuna á heklunálinni
= 3 loftlykkjur
= KÚLA: Heklið 4 stuðla í sömu lykkju, sleppið lykkjunni frá síðasta stuðli af heklunálinni, stingið heklunálinni inn fyrir framan í toppinn á fyrsta stuðli sem var heklaður, sækið lykkjuna frá fyrri stuðli og dragið hana í gegnum lykkjuna á heklunálinni
= fastalykkja um lykkju
= 5 loftlykkjur
= 9 loftlykkjur
= stuðull í lykkju