Svona byrjum við!Fyrsta vísbendingin í þessu Crochet-Along verkefni samanstendur af mynsturteikningu, texta og myndum sem leiða þig áfram, skref fyrir skref. Ef þig langar til að byrja og sleppa við myndirnar, þá finnur þú mynsturteikninguna í heild sinni og kennslumyndböndin neðst á síðunni! Nú skulum við byrja! LitirÍ þessu fyrsta þrepi (A.1) notum við eftirfarandi litasamsetningu: UPPFITJUN + 1. UMFERÐ: 01 hvítur HEKLLEIÐBEININGAR: UPPFITJUN: ![]() 1. UMFERÐ: ![]() Heklið * 1 loftlykkju, 1 stuðul um loftlykkjuhringinn *, endurtakið frá *-* 11 sinnum alls, 1 loftlykkja = 12 stuðlar um loftlykkjuhringinn. ![]() Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju, lesið LITASKIPTI að neðan, skiptið yfir í litinn ljós þveginn og klippið frá þráðinn í litnum hvítur. LITASKIPTI: ![]() 2. UMFERÐ: ![]() Heklið * 2 stuðla um næstu loftlykkju, 1 stuðul í næsta stuðul *, endurtakið frá *-* 11 sinnum alls, 2 stuðlar um síðustu loftlykkju. ![]() Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju, lesið LITASKIPTI að ofan, skiptið yfir í litinn ljós gallabuxnablár og klippið þráðinn með litnum ljós þveginn frá. ![]() 3.UMFERÐ: ![]() Heklið * 1 tvíbrugðinn stuðul í næstu lykkju, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið 2 tvíbrugðna stuðla í næstu lykkju, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í lokin í gegnum báða þessa tvíbrugðnu stuðla, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í næstu lykkju og dragið að lokum þráðinn í gegnum allar 5 lykkjurnar á heklunálinni, 5 loftlykkjur *, endurtakið frá *-* 11 sinnum alls. ![]() Endið með 1 keðjulykkju í 4. loftlykkju frá byrjun umferðar, lesið LITASKIPTI að ofan, skiptið yfir í litinn ljós fjólublár og klippið frá þráðinn í litnum ljós gallabuxnablár. ![]() 4. UMFERÐ: ![]() Heklið 6 fastalykkjur um hvern loftlykkjuboga umferðina hringinn (= 72 fastalykkjur). ![]() Endið með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju frá byrjun umferðar. Skiptið yfir í litinn fjólublár, lesið LITASKIPTI að ofan, ekki klippa frá þráðinn í litnum ljós fjólublár. ![]() 5.UMFERÐ: ![]() Heklið * 1 fastalykkju í hverja af næstu 6 lykkjum, 1 hálfur stuðull um toppinn á tvíbrugðnastuðlahópnum frá 3. umferð *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn (= 12 sinnum). ![]() Endið með 1 keðjulykkju í loftlykkju frá byrjun umferðar, lesið LITASKIPTI að ofan. Skiptið yfir í litinn hvítur og klippið frá þráðinn í litnum fjólublár. 72 fastalykkjur og 12 hálfir stuðlar. ![]() Geymið stykkið og gerið annað stykki með nýrri litasamsetningu: UPPFITJUN + 1.UMFERÐ: 01 hvitur Tilbúið!Svona líta báðar litasamsetningarnar út með mynsturteikningu A.1 ásamt umferð 5. ![]() Niðurstaða vísbendingar#1 eru 2 stk hringir þar sem hvor þeirra mælist 14,5 cm að þvermáli. Notar þú aðra litasamsetningu en þá sem við notum hér? Öll mynsturteikningin fyrir vísbendingu 1
|