Vísbending #3 - Við byrjum á ermum!

Nú erum við búin með framstykki og bakstykki, þá erum við tilbúin til að byrja á ermum!

Ef þú ert í einhverjum vandræðum þá getur þú farið neðst í uppskriftina, þar erum við búin að setja inn lista með kennslumyndböndum. Er eitthvað sem þú ert enn óviss um? Settu inn spurningu í athugasemdar dálkinn hér að neðan, þá getur einhver af fagmönnum okkar aðstoðað þig.


UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

ERMI:
ÚTAUKNING (á við um mitt undir ermi):
Byrjið 1 lykkju á eftir prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið þar til 1 lykkja er eftir í umferð, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 1 lykkju slétt (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo að ekki myndist gat.

ERMI – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Ermin er prjónuð neðan frá og upp. Fyrst er prjónað í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón upp að handveg, eftir það er prjónað fram og til baka.


Nú byrjum við!

Fitjið upp 30-32-32-34-34-36 lykkjur á sokkaprjón 4,5 með milligrár Air eða grár Nepal (litur a). Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Skiptið yfir á sokkaprjón 5,5. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt undir ermi). Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 4 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum = 26-28-28-30-30-32 lykkjur. Prjónið síðan sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 6 cm, aukið út 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚTAUKNING (ermi). Aukið svona út með 2½-3½-3½-4-5-5½ cm alls 6-6-7-7-7-7 sinnum = 38-40-42-44-44-46 lykkjur. Þegar stykkið mælist 22-26-30-34-38-42 cm, fellið af 2-2-2-4-4-4 lykkjur mitt undir ermi (fellið af 1-1-1-2-2-2 lykkjur hvoru megin við prjónamerki) = 36-38-40-40-40-42 lykkjur.

Prjónið síðan sléttprjón fram og til baka með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki – JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er lykkjum fækkað fyrir laskalínu. Fækkið lykkjum fyrir laskalínu í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 13-14-15-16-17-18 sinnum.

Þegar allar úrtökur fyrir laskalínu hafa verið gerðar til loka eru 10-10-10-8-6-6 lykkjur í umferð, fellið af. Prjónið hina ermina alveg eins.


Tilbúið!

Nú er ermin tilbúin. Ertu þá klár í frágang á peysunni og byrja á andlitinu á jólasveininum? Smelltu á Næst fyrir neðan þá sérðu næstu skref í mynstrinu.

Ekki gleyma að senda okkur myndir af peysunni þinni! Sendu okkur myndir af árangrinum til #dropsfan galleriet. Smelltu hér til að senda okkur linkinn þinn!


Vantar þig aðstoð?

Hér er listi yfir leiðbeiningar til aðstoðar sem þú getur nýtt þegar til að prjóna ermarnar:

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.