Vísbending #2 - Nú prjónum við framstykkið!

Í þessari vísbendingu prjónum við framstykkið, þannig að litli Rúdólfurinn okkar fái eitthvað form!

Hér að neðan þá finnur þú bæði mynstrin með barna- og fullorðinspeysunum, passaðu bara uppá að fylgja réttu mynstri, þau eru nefnilega ekki alveg eins.

Við erum einnig með lista neðst á síðunn með leiðbeiningum - linka á kennslumyndbönd og kennsluleiðbeiningar sem auðvelda þér að prjóna peysuna!

Er eitthvað sem þú skilur ekki? Skifaðu athugasemdir í dálkinn neðst á síðunni, þá reynum við að aðstoða þig eins fjótt og hægt er!


Barnapeysa

Stærð: 2 - 3/4 - 5/6 - 7/8 - 9/10 - 11/12 ára

Stærð (hæð í cm): 92 - 98/104 - 110/116 - 122/128 - 134/140 - 146/152

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.2.
Mynsturteikning A.2 (framan á hreindýri): Hreindýrið er prjónað með sléttprjóni.

Til að koma í veg fyrir löng hopp með þráðinn á bakhlið á stykki þegar litamynstur er prjónað, prjónið með 3/5 dokur. Þ.e.a.s. prjónið með 1 dokku gallabuxnablár (litur b) / rauður (litur a) hvoru megin við hreindýrin og með 1 dokku mynsturlit í miðju á peysu. Til að koma í veg fyrir göt í litaskiptum verður að vefja þræðina utan um hvorn annan þegar skipt er um lit.

FRAMSTYKKI:
Fitjið upp 54-58-62-66-70-74 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja á hvorri hlið) á hringprjón 4 með gallabuxnablár (litur b). Prjónið 1 umferð brugðna (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja með garðaprjón, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir á prjóni, endið með 1 kantlykkju með garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 2-2-2-3-3-3 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu.

Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið 10-12-14-16-20-24 umferðir með sléttprjóni með 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!

Næsta umferð er prjónuð með gallabuxnablár (litur b) frá réttu: Prjónið 1 kantlykkju með garðaprjóni, 11-13-15-17-19-21 lykkja sléttprjón, prjónið A.2 (= 30 lykkjur) – sjá MYNSTUR, prjónið 11-13-15-17-19-21 lykkjur sléttprjón og endið með 1 kantlykkju með garðaprjóni.

Haldið áfram með mynstur svona. Þegar umferðin með ör í A.2 hefur verið prjónuð til loka er grunnlitnum skipt úr gallabuxnablár (litur b) yfir í rauður (litur a). Haldið áfram með mynstur alveg eins með 1 kantlykkju með garðaprjóni í hvorri hlið.

Þegar stykkið mælist 21-23-26-29-32-35 cm fellið af með 1 lykkju í byrjun á 2 næstu umferðum fyrir handveg = 52-56-60-64-68-72 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjón og A.2. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka er prjónað áfram með rauðum (litur a) yfir allar lykkjurnar. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 30-31-35-38-42-45 cm setjið miðju 14-16-16-18-18-18 lykkjurnar á 1 band fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan áfram af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá hálsi þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 1-1-2-2-2-3 sinnum = 16-17-18-19-21-22 lykkjur eftir fyrir öxl. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 32-35-39-43-47-51 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, 1 umferð slétt frá réttu og 1 umferð slétt frá röngu. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið hina öxlina alveg eins. Peysan mælist ca 33-36-40-44-48-52 cm frá öxl og niður.

Mynsturteikning

= litur a
= litur b
= litur c
= litur d
= litur e
= Þegar umferð með ör í A.2 hefur verið prjónuð til loka er grunnlit skipt frá gallabuxnablár (litur b) yfir í rauður (litur a).

Fullorðinspeysa

Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1a & A.1b.
Mynsturteikning A.1a og A.1b (framan á hreindýri): Öll mynsturteikning er prjónuð með sléttprjóni. Prjónið með 3/5 dokkur í umferð, þannig að þú þurfir ekki að hafa löng hopp á röngu. Þ.e.a.s. prjónað er með 1 dokku rauður (litur a) / natur (litur b) á hvorri hlið á peysunni og 1 dokku með mynsturlit mitt í peysu. ATH: Til að koma í veg fyrir göt í litaskiptum verður að vefja þræðina utan um hvorn annan þegar skipt er um lit.

FRAMSTYKKI:
Framstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón ofan frá og niður með útaukningu fyrir laskalínu.

Fitjið upp 28-30-32-34-36-38 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja á hvorri hlið) á hringprjón 5,5 með rauður (litur a). Prjónið 1 umferð brugðna frá röngu. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju með garðaprjón í hvorri hlið. JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið fyrir laskalínu – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 20-21-23-25-27-29 sinum = 68-72-78-84-90-96 lykkjur – ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!

JAFNFRAMT þegar aukið hefur verið út 7-7-8-9-10-10 sinnum á hvorri hlið og það eru 42-44-48-52-56-58 lykkjur í umferð er mynstur prjónað þannig: 1 kantlykkja með garðaprjóni, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= útaukning), 0-1-3-5-7-8 lykkjur slétt, A.1A (= 38 lykkjur) – sjá MYNSTUR að ofan, prjónið 0-1-3-5-7-8 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= útaukning), 1 lykkja slétt og 1 kantlykkja með garðaprjóni = 44-46-50-54-58-60 lykkjur. Þegar allar útaukningar hafa verið gerðar fyrir laskalínu mælist stykkið 20-21-23-25-27-29 cm. Í lok næstu 2 umferða eru fitjaðar upp 4-5-5-5-7-9 lykkjur fyrir handveg á hvorri hlið á stykki = 76-82-88-94-104-114 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT!

Haldið áfram með sléttprjóni, mynstri og 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið. Þegar A.1a hefur verið prjónað til loka prjónið A.1b yfir A.1a. Í umferð með ör í A.1b er skipt um grunnlit til natur í stað rauður og mynstrið nær nú yfir 42 lykkjur. Þegar A.1b er lokið á hæðina er haldið áfram með natur, sléttprjón og 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið þar til stykkið mælist 25-25-25-25-25-25 cm. Aukið nú um 16-18-20-22-24-26 lykkjur jafnt yfir = 92-100-108-116-128-140 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5 og prjónið stroff frá réttu þannig: 1 kantlykkja með garðaprjóni, (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) þar til eftir eru 3 lykkjur á prjóni, 2 lykkjur slétt, 1 kantlykkja með garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 6 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Framstykkið mælist 51-52-54-56-58-60 cm frá kanti í hálsi og niður.

Mynsturteikning

= litur a
= litur b
= litur c
= litur d
= litur e
= Í umferð með ör í A.1b skiptist grunnlitur yfir í natur (litur b) í stað rauður (litur a)

Tilbúið

Nú erum við klár með framstykkið!

Hittumst í næstu viku og þá prjónum við ermarnar saman.


Vantar þig aðstoð?

Hér er listi yfir kennslumyndbönd og kennsluleiðbeiningar sem nýtast við framstykkið!

Athugasemdir (5)

Marina wrote:

Où sont les manches

03.12.2020 - 13:56

DROPS Design answered:

Bonjour Marina, vous les trouverez ici - cliquez en bas de page sur "suivant ->" pour accéder à la suite. Bon tricot!

04.12.2020 - 08:15

Karoline wrote:

Når jeg skal felle til ermehull, feller jeg da kantmasken? Det står at jeg skal felle en maske på begynnelsen av pinnen. Eller skal jeg strikke kantmasken først og så felle første maske etter denne? Står ikke mer om kantmssker i resten av oppskriften? Er det slutt på de etter ermehullfelling eller fortsetter de? Er det nok masker til å strikke ermer på rundpinne(barnegenser) her er den ingen kantmaske? Takk:)

03.12.2018 - 13:02

DROPS Design answered:

Hej Karoline, Du feller selve kantmasken i hver side til ermehull - ikke flere. Nu skal der ikke strikkes kantmasker mere. Du strikker ærmerne rundt på strømpepinde og når du har nok masker kan du skifte til lille rundpind (eller så fortsætter du med strømpepinde). God fornøjelse!

05.12.2018 - 11:55

Karoline wrote:

Når jeg skal felle til ermehull, feller jeg da kantmasken? Det står at jeg skal felle en maske på begynnelsen av pinnen. Eller skal jeg strikke kantmasken først og så felle første maske etter denne? Står ikke mer om kantmssker i resten av oppskriften? Er det slutt på de etter ermehullfelling eller fortsetter de? Er det nok masker til å strikke ermer på rundpinne(barnegenser) her er den ingen kantmaske? Takk:)

02.12.2018 - 18:42

Alexandra wrote:

Guten tag Ich bin neu wenn‘s um stricken mit mehreren Farben gleichzeitig geht. Nun meine Frage: wenn ich nun bei den Pfoten des Rentiers bin, brauche ich doch 3 Knäuel blau und 2 Knäuel beige, richtig? Sonst muss ich ja den blauen Faden trotzdem mitnehmen.... wickle ich etwas ab auf ein separates Knäuel? Ist das unter „1 Knäuel Musterfarbe“ zu verstehen? Vielen Dank für ihre Hilfe!

12.11.2018 - 15:31

DROPS Design answered:

Liebe Alexandra, mit den Pftoen sowie mit den Ohren/Geweihe werden Sie mit insgesamt 5 Knäuel stricken: 3 Knäuel je mit der Grundfarbe und 2 Knäuel je mit der Musterfarbe (Pfoten/Ohren/Geweihe). Viel Spaß beim stricken!

13.11.2018 - 09:51

Ginette wrote:

Bonjour Je ne vois pas le dessin du renne avec tous les détails pour le devant du pull, est-ce normal ? merci

08.11.2018 - 12:16

DROPS Design answered:

Bonjour Ginette, nettoyez le cache de votre navigateur et essayez à nouveau, vous devriez voir les diagrammes des rennes: A.2 pour le pull enfant (= 1 diagramme) - et A.1A + A.1B pour le pull adulte (= 2 diagrammes). Bon tricot!

08.11.2018 - 15:53

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.