Vísbending #1 - Nú prjónum við Rúdólf

Jólin nálgast og það þýðir það að nú prjónum við nýjar jólapeysur fyrir alla fjölskylduna! Hafðu það notalegt með okkur og prjónaðu þessar fallegu Rúdólf peysur úr DROPS Nepal – garnið er nú á tilboði og þú færð 30% afslátt út árið!

Vantar þig enn garn í þessa peysu? Skoðaðu hér hvað það er sem þú þarft.

Hefur þú nú þegar keypt garnið? Haltu þá áfram að lesa og prjónaðu með okkur bakstykkið!

Ertu með áhyggjur yfir kunnáttunni? Mundu að allar vísbendingarnar innihalda nákvæm kennslumyndbönd þar sem við sýnum þér allt frá því hvernig þú fitjar upp, prjónar stroff, útaukningu, garðaprjón og margt, margt fleira. Við ætlum að gera þetta mjög auðvelt svo allir geti prjónað með okkur!

Eitt að lokum áður en við byrjum – veistu hvaða stærð þú ætlar að prjóna? Hér að neðan þá finnur þú báðar uppskriftirnar (með eða án hreindýri á bakstykki), passaðu bara uppá að fylgja sömu stærð og gerð í gegnum allar vísbendingarnar, þær eru nefnilega ekki alveg eins.


Barnapeysa

Stærð: 2 - 3/4 - 5/6 - 7/8 - 9/10 - 11/12 ára

Stærðin jafngildir ca hæð á barni í cm: 92 - 98/104 - 110/116 - 122/128 - 134/140 - 146/152

Þú getur gert þessa peysu með eða án hreindýri á bakstykki, veldu þitt uppáhald. Þú finnur báðar uppskriftirnar hér að neðan.


Bakstykki án þess að hafa hreindýr

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.
1 kantlykkja með garðaprjóni = prjónið lykkjuna slétt frá réttu og slétt frá röngu.

Bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón neðan frá og upp.
Fitjið upp 54-58-62-66-70-74 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja á hvorri hlið) á hringprjón 4 með gallabuxnabláum (litur b). Prjónið 1 umferð brugðna (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja með GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir á prjóni, endið með 1 kantlykkju með garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 2-2-2-3-3-3 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu.

Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið 10-12-14-16-20-24 umferðir með sléttprjóni með 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!

Skiptið yfir í rauður (litur a) og haldið áfram að prjóna sléttprjón og 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 21-23-26-29-32-35 cm er felld af 1 lykkja í byrjun á 2 næstu umferðum fyrir handveg = 52-56-60-64-68-72 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjón með 1 kantlykkju í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 31-34-38-42-46-50 cm fellið af miðju 18-20-22-24-24-26 lykkjurnar af fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 16-17-18-19-21-22 lykkjur eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 32-35-39-43-47-51 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, 1 umferð slétt frá réttu og 1 umferð slétt frá röngu. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið hina öxlina alveg eins. Peysan mælist ca 33-36-40-44-48-52 cm frá öxl og niður.

Bakstykki með hreindýri

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.
1 kantlykkja með garðaprjóni = prjónið lykkjuna slétt frá réttu og slétt frá röngu.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1.
Heindýrið er prjónað með sléttprjóni.

Til að koma í veg fyrir löng hopp með þráðinn á bakhlið á stykki þegar litamynstur er prjónað, prjónið með 3/5 dokur. Þ.e.a.s. prjónið með 1 dokku rauður (litur a) hvoru megin við hreindýrin og með 1 dokku mynsturlit í miðju á peysu. Til að koma í veg fyrir göt í litaskiptum verður að vefja þræðina utan um hvorn annan þegar skipt er um lit.

Bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón neðan frá og upp.

Fitjið upp 54-58-62-66-70-74 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja á hvorri hlið) á hringprjón 4 með gallabuxnabláum (litur b). Prjónið 1 umferð brugðna (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja með GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir á prjóni, endið með 1 kantlykkju með garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 2-2-2-3-3-3 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu.

Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið 10-12-14-16-20-24 umferðir með sléttprjóni með 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!

Skiptið yfir í rauður (litur a) og prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju með garðaprjóni, 13-15-17-19-21-23 lykkjur sléttprjón, prjónið A.1 (= 26 lykkjur) – sjá MYNSTUR, prjónið 13-15-17-19-21-23 lykkjur sléttprjón og endið með 1 kantlykkju með garðaprjóni.

Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 21-23-26-29-32-35 cm fellið af með 1 lykkju í byrjun á 2 næstu umferðum fyrir handveg = 52-56-60-64-68-72 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjón og A.1. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka er prjónað áfram með rauðum (litur a) yfir allar lykkjurnar. Þegar stykkið mælist 31-34-38-42-46-50 cm fellið af miðju 18-20-22-24-24-26 lykkjurnar af fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 16-17-18-19-21-22 lykkjur eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 32-35-39-43-47-51 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, 1 umferð slétt frá réttu og 1 umferð slétt frá röngu. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið hina öxlina alveg eins. Peysan mælist ca 33-36-40-44-48-52 cm frá öxl og niður.

Mynsturteikning

= litur a
= litur e
= litur d

Fullorðinspeysa

Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL

Þú getur gert þessa peysu með eða án hreindýri á bakstykki, veldu þitt uppáhald. Þú finnur báðar uppskriftirnar hér að neðan.

Bakstykki án þess að hafa hreindýr

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

ÚTAUKNING (á við um laskalínu):
Öll útaukning er gerð frá réttu!
Prjónið 1 kantlykkju með garðaprjóni, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, 1 kantlykkja með garðaprjóni. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðinn svo að ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur með sléttprjóni.

BAKSTYKKI:
Bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón ofan frá og niður með útaukningu fyrir laskalínu.

Fitjið upp 28-30-32-34-36-38 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja á hvorri hlið) á hringprjón 5,5 með rauðum (litur a). Prjónið 1 umferð brugðna frá röngu. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið. Jafnframt í fyrstu umferð frá réttu er aukið út um 1 lykkju á hvorri hlið fyrir laskalínu – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 20-21-23-25-27-29 sinum = 68-72-78-84-90-96 lykkjur.

Þegar allar útaukningar hafa verið gerðar fyrir laskalínu mælist stykkið 20-21-23-25-27-29 cm. Í lok næstu 2 umferða eru fitjaðar upp 4-5-5-5-7-9 lykkjur fyrir handveg á hvorri hlið á stykki = 76-82-88-94-104-114 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram með sléttprjóni, mynstri og 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið. Þegar stykkið mælist ca 18-17-16-15-14-12 cm, prjónið áfram með natur (litur b) til loka. Þegar stykkið mælist 25-25-25-25-25-25 cm, aukið nú um 16-18-20-22-24-26 lykkjur jafnt yfir = 92-100-108-116-128-140 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5 og prjónið stroff frá réttu þannig: 1 kantlykkja með garðaprjóni, (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni, 2 lykkjur slétt, 1 kantlykkja með garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 6 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Bakstykkið mælist 51-52-54-56-58-60 cm frá kanti í hálsi og niður.

Bakstykki með hreindýri

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

ÚTAUKNING (á við um laskalínu):
Öll útaukning er gerð frá réttu!
Prjónið 1 kantlykkju með garðaprjóni, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, 1 kantlykkja með garðaprjóni. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðinn svo að ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur með sléttprjóni.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.2a & A.2b.

Mynsturteikning A.2a og A.2b (hreindýr á bakstykki): Öll mynsturteikning er prjónuð með sléttprjóni. Til að koma í veg fyrir löng hopp með þráðinn á bakhlið á stykki þegar litamynstur er prjónað, prjónið með 3/5 dokur. Þ.e.a.s. prjónið með 1 dokku rauður (litur a) hvoru megin við hreindýrin og með 1 dokku mynsturlit í miðju á peysu. Til að koma í veg fyrir göt í litaskiptum verður að vefja þræðina utan um hvorn annan þegar skipt er um lit.

BAKSTYKKI:
Bakstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón ofan frá og niður með útaukningu fyrir laskalínu.

Fitjið upp 28-30-32-34-36-38 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja á hvorri hlið) á hringprjón 5,5 með rauður (litur a). Prjónið 1 umferð brugðna frá röngu. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju með GARÐAPRJÓN á hvorri hlið – sjá útskýringu að ofan. Jafnframt í fyrstu umferð frá réttu er aukið út um 1 lykkju á hvorri hlið fyrir laskalínu – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 20-21-23-25-27-29 sinum = 68-72-78-84-90-96 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA

JAFNFRAMT þegar aukið hefur verið út 7-7-8-9-10-10 sinnum á hvorri hlið og það eru 42-44-48-52-56-58 lykkjur í umferð er mynstur prjónað þannig: 1 kantlykkja með garðaprjóni, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= útaukning), 0-1-3-5-7-8 lykkjur slétt, A.2a (= 38 lykkjur) – sjá MYNSTUR að ofan, prjónið 0-1-3-5-7-8 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= útaukning), 1 lykkja slétt og 1 kantlykkja með garðaprjóni = 44-46-50-54-58-60 lykkjur. Þegar allar útaukningar hafa verið gerðar fyrir laskalínu mælist stykkið 20-21-23-25-27-29 cm. Í lok næstu 2 umferða eru fitjaðar upp 4-5-5-5-7-9 lykkjur fyrir handveg á hvorri hlið á stykki = 76-82-88-94-104-114 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT!

Haldið áfram með sléttprjóni, mynstri og 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið. Þegar A.2a hefur verið prjónað til loka prjónið A.2b yfir A.2a. Í umferð með ör í A.2b er skipt um grunnlit til natur (litur b) ,sléttprjón og 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið þar til stykkið mælist 25-25-25-25-25-25 cm. Aukið nú út um 16-18-20-22-24-26 lykkjur jafnt yfir = 92-100-108-116-128-140 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5 og prjónið stroff frá réttu þannig: 1 kantlykkja með garðaprjóni, (2 lykkjur brugðnar, 2 lykkjur slétt) þar til eftir eru 3 lykkjur á prjóni, 2 lykkjur brugðnar, 1 kantlykkja með garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 6 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Bakstykkið mælist 51-52-54-56-58-60 cm frá kanti í hálsi og niður.

Mynsturteikning

= litur a
= litur b
= litur d
= litur e
= Í umferð með ör skiptist rauði liturinn (litur a) yfir í natur (litur b)

Tilbúið

Nú erum við klár með bakstykkið!

Komdu aftur í næstu viku og þá prjónum við saman framstykkin á peysunni!


Vantar þig aðstoð?

Hér er listi yfir kennslumyndbönd og kennsluleiðbeiningar sem geta aðstoðað þig við bakstykkið á peysunni!

Athugasemdir (17)

Ute Lorse wrote:

Wird der Farbwechsel nur in der Hinreihe also rechte Maschen gewechselt oder in Hin- und Rückreihe. Warum ist bei dem Erwachsenen Muster das Rentier auf dem Kopf aufgezeichnet.

05.09.2023 - 21:52

DROPS Design answered:

Liebe Frau Lorse, Diagram zeigt alle Reihen, dh Farbewechsel wird bei den Hin- sowie bei den Rückreihen entstehen; der Pullover für Kinder ist von unten nach oben gestrickt, der für Erwaschene ist von oben nach unten gestrickt, deshalb ist das Rentier auf dem Kopf gezeichnet. Viel Spaß beim stricken!

06.09.2023 - 09:39

Lone S wrote:

Først tusind tak for denne flotte opskrift. Er vild med denne julebluse, og det tog mig lidt tid at lave den færdig. Men sikke resultat. Vil gerne lave elegant julesweater fra julemands-kostumer.dk/vare-kategori/julesweater/. Denne juletrøje skal bruge en hvid og en meget lidt lys rød farve. Har I denne farve evt farvekode? Vh Lone

05.05.2020 - 10:00

Heidi wrote:

Kommer der en Drops Along 2019 juletrøje?

26.10.2019 - 18:38

DROPS Design answered:

Hei Heidi. Usikker om vi rekker det i år, men om det kommer, blir det en barnegenser. mvh DROPS design

28.10.2019 - 07:54

JAULIN NADIA wrote:

Bonjour, j'aimerai comprendre, lorsque vous dites 16 rangs jersey est ce qu'il s'agit de 16 rangs aller et 16 rangs retour soit 32 rangs ou 16 rangs aller-retour. Merci de votre réponse.

20.03.2019 - 15:39

DROPS Design answered:

Bonjour Mme Jaulin, quand on tricote 16 rangs, on compte le nombre total de rangs, soit 8 sur l'endroit et 8 sur l'envers. Bon tricot!

21.03.2019 - 10:09

Gitte Ekstrand Larsen wrote:

Børnetrøje med rensdyr på bagstykke. Når jeg strikker gevir blir garnet trukket over rigtig mange masker imellem højre og venstre gevir. Jeg har kun et nøgle i den farve. Det blir ikke pænt. Kan jeg dele garnnøglet i 2 og så strikke som jeg har gjort med det røde garn efter jeres anvisning?

30.11.2018 - 23:10

DROPS Design answered:

Hej Gitte, ja det er en god ide at dele nøglet op i 2 og så strikke hvert gevir med et eget nøgle. God fornøjelse!

05.12.2018 - 11:50

Fran Arnold wrote:

Can you please let me know when the front will be available. , Completed the back it looks great !!

23.11.2018 - 09:45

DROPS Design answered:

Dear Mrs Arnold, all clues are now avalaible - see them there. Happy knitting!

23.11.2018 - 11:28

Karin wrote:

Hi I don't know which size should I choose, I want the sweater to fit me a little loose, I'm 160 cm in height, I weight 54 kg, 90 cm in bust and 67 in wais, tnak you!

16.11.2018 - 08:21

DROPS Design answered:

See answer below =)

16.11.2018 - 10:10

Karin wrote:

Hi I want to make the adult sweater but I don't know which size to choose, I want it to fit me a little loose, I regularly wear medium, I'm 160 in height, weight 53 kg, bust 90 and waist 67, please help me, thank you!!!

16.11.2018 - 08:16

DROPS Design answered:

Dear Karin, you will find the finsihed measurement chart in each size here - Measure a jumper that fits you - or whoever will wear it - and compare those measurements with our size charts to choose the best fit. Read more about how to choose a size here. Happy knitting!

16.11.2018 - 10:09

Sara wrote:

Goodmorning, I would like to know if I can use also the single pointed needles or the scheme is suitable only for the circular?

12.11.2018 - 13:07

DROPS Design answered:

Dear Sarah, you can use straight needles for back and front piece - you may then just have to adjust the pattern in the next clues - read more about adjusting a pattern onto straight needles here. Happy knitting!

13.11.2018 - 09:48

Barbara wrote:

Lo schema A.1 va laboratory solo sulle maglie a dritto o anche a rovescio va seguito lo schema invece di lavorare le maglie come vengono? Grazie

11.11.2018 - 15:47

DROPS Design answered:

Buongiorno Barbara. Il diagramma va seguito anche sui ferri di ritorno. Buon lavoro!

13.11.2018 - 15:24

Ana wrote:

Hi! I would like to make this jumper as a vest, with no sleeves. Could you point me possibly to some existing pattern that I could follow to make it without sleeves (decreasing/cast off for the arms, and making a rib for the armhole). thank you.

08.11.2018 - 11:13

DROPS Design answered:

Hi Ana! You can follow the same pattern here, just make about 4 edge stitches in garter stitch at armhole edges and decrease inside of them. Happy knitting.

08.11.2018 - 12:45

Gerda Van Den Hof wrote:

Hallo, Ik wil deze trui maken voor een baby van maand, nu zal ik moeten omrekenen maar ik kan geen stekenverhouding vinden in het patroon? Ik heb de wol al wel binnen. Heb ik wel genoeg wol als ik de draden mee laat lopen i.p.v. bolletje voor en na het rendier?

07.11.2018 - 18:37

DROPS Design answered:

Dag Gerda,

De stekenverhouding kun je hier vinden (stukje naar beneden scrollen bij andere materialen). Het verschil in verbruik van garen als je de draden mee laat lopen is niet heel erg groot, maar je hebt natuurlijk wel ietsje extra nodig.

08.11.2018 - 10:02

Hege wrote:

Jeg får det ikke til å stemme. Jeg er ferdig med økningene og har 84 m på pinnen, MEN arbeidet måler kun 22 cm når det burde vært 25. Hva kan jeg gjøre?

03.11.2018 - 09:16

DROPS Design answered:

Hej, Hvis dine pinde ikke fylder helt lige så meget som den strikkefasthed vi har angivet i opskriften, så vil arbejdet blive lidt kortere. Du kan jo evt strikke de sidste 3 cm ensfarvet. God fornøjelse!

07.11.2018 - 10:59

Hannah wrote:

Hallo, ich habe eine Frage zu dem Muster: Fehlt in der Anleitung nicht das Bündchen? Auf dem Bild ist ein Bündchen am Hals zu sehen, in der Anleitung fehlt der Part allerdings

02.11.2018 - 15:04

DROPS Design answered:

Liebe Hannah, hier stricken wir zuerst nur der Rückenteil, Hals wird später gestrickt. Viel Spaß beim stricken!

05.11.2018 - 10:59

Helene Kjær wrote:

Jeg har svært ved at finde strikkefastheden på børneblusen. Kan i hjælpe. Mvh Helene

01.11.2018 - 16:05

DROPS Design answered:

Hej Helene, Ja, strikkefastheden på børneblusen ligger lige efter alle farveforslag under Andet materiale Husk at pindestørrelsen kun er vejledende. Strikkefastheden til denne opskrift er 17 masker i bredden og 22 pinde i højden på 10 x 10 cm i glatstrik. Hvis du har for mange masker på 10 cm, skift til tykkere pinde. Hvis du har for få masker på 10 cm, skift til tyndere pinde

02.11.2018 - 07:34

Erzsebet Kho-Brouwer wrote:

Hoi, het telpatroon , is dat alleen de goede kant van het werk of zijn de heen en teruggaande naalden . Dus asn de averechtse kant tel ik verder?

01.11.2018 - 14:31

DROPS Design answered:

Dag Erzsebet,

Het telpatroon laat alle naalden in het patroon zien, dus zowel de heengaande als de teruggaande naalden zijn in het telpatroon opgenomen. Op de goede kant lees je het telpatroon van rechts naar links en op de teruggaande naald lees je de rij daarop weer terug, van links naar rechts.

01.11.2018 - 15:35

Line Pedersen wrote:

Jeg synes bestemt det ser ud som der er strikket rib i halsen, men det fremgår ikke af opskrift på bagstykke voksen???

01.11.2018 - 09:48

DROPS Design answered:

Hejsa Line, nu er det jo kun første ledetråd, så du er nødt til at have lidt tålmodighed - Rigtig god fornøjelse! ❤️

01.11.2018 - 10:04

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.