Vísbending #7 - Fleiri rendur!

Í vísbendingu#7 ætlum við að hekla 7 nýjar umferðir – ertu klár?

Ertu með einhverjar spurningar? Neðst á síðunni þá finnur þú dálk þar sem þú getur lagt inn spurningar eða athugasemdir.

Fyrst smá upplýsingar

Kláraðist litur e í vísbendingu #4. Ekki örvænta - þú getur notað lit d í staðinn.

RENDUR:
Klippt er frá eftir hverja umferð, ef næsta umferð er ekki með sama lit. Endar í hliðum eru festir í lokin.

41.UMFERÐ: beige (litur e)
42.UMFERÐ: ísblár (litur h)
43.UMFERÐ: kirsuberjarauður (litur f)
44.UMFERÐ: púður (litur a)
45.UMFERÐ: rauður (litur d)
46.UMFERÐ: kórall (litur c)
47.UMFERÐ: rauður (litur d)

MYNSTUR:
Við ætlum að hekla eftir mynsturteikningu A.6a og A.6b í þessari vísbendingu. Byrjun á umferð er teiknuð yfir hverja aðra í sömu mynsturteikningu sem við heklum til skiptis frá hægri og vinstri hlið á sjali en ekki yfir hverja aðra.

LITASKIPTI:
Þegar skipt er um lit er heklað þannig: Heklið síðustu lykkjuna í umferð með fyrsta lit, en bíðið með að bregða bandi um heklunálina og að draga bandið í gegn í lokin, skiptið yfir í næsta lit og dragið bandið í gegnum síðustu lykkju með nýja litnum, eftir þetta er næsta umferð hekluð.

Ef þú ert vön/vanur þá getur þú lesið stuttu útskýringuna og fylgt eftir mynsturteikningunni hér að neðan, en ef þig vantar frekari aðstoð við að byrja, þá getur þú lesið það sem stendur fyrir neðan í þessari vísbendingu.

Mynsturteikning fyrir vísbendingu #7

= 3 loftlykkjur
= Frá réttu: 1 fastalykkja í aftari lykkjuboga. Frá röngu: 1 fastalykkja í fremri lykkjuboga
= 1 fastalykkja um loftlykkjuboga
= 1 stuðull um loftlykkju/loftlykkjuboga
= Heklið eina kúlu um loftlykkjuboga þannig: Heklið 1 stuðul, en bíðið með að bregða bandi um heklunálina og að draga bandið í gegn í lokin, heklið 3 tvíbrugðna stuðla um sama loftlykkjuboga, en bíðið með að bregða bandi um heklunálina og að draga bandið í gegn í lokin á hverjum og einum af stuðlunum, heklið 1 stuðul um sama loftlykkjuboga, en þegar draga á bandið í gegn í lokin, dragið bandið í gegnum allar lykkjurnar á heklunálinni
= Í byrjun á umferð er hekluð 1 loftlykkja
= Í byrjun á umferð eru heklaðar 3 loftlykkjur
= Í umferð með ör er aukið út (með lykkju sem sýnd er í mynsturteikningu) hvoru megin við prjónamerki
= byrjið hér

Vantar þig aðstoð við að byrja?

Hér er nánari útskýring á því hvernig þú byrjar á vísbendingu #7. Við höfum merkt hvar við vinnum með rauðum í mynsturteikningu.

Haldið áfram eins og áður – munið eftir LITASKIPTI, aukið út í 41. umferð þannig:
ÖR 11 (= 41.umferð): Aukið út um 1 stuðul hvoru megin við prjónamerki með því að hekla 1 auka stuðul um loftlykkjuboga (= 24 lykkjur fleiri) = 384 lykkjur.


Heklið 42.-43.umferð.


Heklið 44.umferð og aukið út þannig:
ÖR 12 (= 44.umferð): Aukið út um 1 stuðul hvoru megin við prjónamerki með því að hekla 1 auka stuðul um loftlykkjuboga (= 24 lykkjur fleiri) = 408 lykkjur.


Heklið þær umferðir sem eftir eru í mynsturteikningu (þ.e.a.s. til og með 47. umferð).


Tilbúið!

Nú ertu tilbúin með vísbendingu #7 og þegar allar 47 umferðirnar í sjalinu hafa verið heklaðar mælist stykkið ca 68 cm frá byrjun og niður mitt í sjali. Við eigum bara eftir tvær vísbendingar – við nálgumst endalokin. Svona lítur stykkið út þegar við erum búin með vísbendingu #7!

Mundu að deila myndum af verkefninu þínu með okkur í dropsalong gallery!

Kennslumyndband

Athugasemdir (7)

Sabine Gradl wrote:

Guten Abend, Ich stricke mit Drops Belle. Für Reihe 41 wird Farbe e hellbeige 03 angegeben. Leider ist dieses Wollknäuel leer. Welche Farbe kann ich hier alternativ nehmen? Vielen Dank für Ihre Rückantwort!

03.06.2018 - 22:32

Sabine Gradl answered:

Entschuldigung! Habe es gerade gelesen... wenn Farbe e leer ist, kann Farbe d verwendet werden. Danke!

03.06.2018 - 22:37

Margheritta wrote:

La spiegazione della nocciolina nel diagramma non corrisponde al video mi sembra

01.06.2018 - 10:49

DROPS Design answered:

Buonasera Margheritta. Abbiamo corretto la spiegazione nel diagramma. Buon lavoro!

01.06.2018 - 21:31

Gaëlle wrote:

Je fais le châle en Puna. Dans la liste des fournitures il est noté "le colori e 50g" Mais pour le rang 41 il faut du colori e et je n'en aurai pas assez. Dans quel autre colori puis je continuer?

31.05.2018 - 10:44

DROPS Design answered:

Chere Gaelle! Si vous n'avez plus de couleur e, vous pouvez utiliser la couleur d à la place. Bon travail!

31.05.2018 - 22:29

Charlotte Jørgensen wrote:

Findes der en alternativ farve i stedet for farve e i række 41?\\\\r\\\\nJeg har tidligere erstattet med farve g.

30.05.2018 - 22:13

DROPS Design answered:

Hej Charlotte, ja du kan bruge farve G eller D - God fornøjelse! :)

08.06.2018 - 08:09

Ulla Swanljung-Eidam wrote:

Väriä e oli materiaalilistassa 50 g, se loppui jo. Ajattelin käyttää sinapinkeltaista, sitä on vielä jäljellä yli 100 g. Riittääkö loput vielä tuleviin sinapinkeltaisiin raitoihin?

30.05.2018 - 13:27

Lucía wrote:

Elena, si lees el texto, verás que pone que puedes usar el color D en vez del E.

30.05.2018 - 12:44

ELENA DE LA FUENTE wrote:

Hola, me queda poca lana del color E, y como veo que la fila por la que se empieza utiliza ese color me gustarìa saber, antes de empezar, qué otros colores podrìa utilizar (de los cuales sobrarà lana al final del trabajo) para no quedarme sin lana en mitad de la fila. Gracias

30.05.2018 - 11:20

DROPS Design answered:

Hola Elena, puede utlisar el color D. Cordiales saludos!

31.05.2018 - 22:33

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.