Vísbending #1 - Ert þú til í að prjóna snjókall?

Ertu ekki með garnið sem þú þarft til að prjóna peysuna til loka? Hér getur þú séð lista yfir hvað þú þarft.

Ef þú ert með allt sem þú þarft, þá ertu klár í að byrja á bakstykkinu. Mundu að við erum með kennslumyndbönd sem sýna þér hvernig þú fitjar upp lykkjur, prjónar stroff og sléttprjón, fellir af og fullt af öðrum myndböndum sem geta hjálpað til svo að allir geta verið með. Gangi þér vel!

Ætlar þú að prjóna barnapeysuna eða fullorðins peysuna? Með eða án snjókalls á bakstykki? Þú finnur báðar uppskriftirnar með báðum möguleikum hér – en taktu vel eftir, það er mikill munur á uppskriftunum!


Barnapeysa

Stærð: 2 - 3/4 - 5/6 - 7/8 - 9/10 - 11/12 ára

Stærð (hæð í cm): 92 - 98/104 - 110/116 - 122/128 - 134/140 - 146/152

Þú getur prjónað peysuna með eða án snjókalls á bakstykki. Þú velur hvora uppskriftina sem þú ætlar að fylgja.

Svona lítur barnapeysan út án snjókalls á bakstykki.

Bakstykki án snjókalls

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum

Barnapeysan er prjónuð fram og til baka á hringprjóna neðan frá og upp.
Fitjið upp 52-54-58-60-64-68 lykkjur á hringprjón 4,5 með milligráum Air eða gráum Nepal. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðin) þar til stykkið mælist 5 cm, skiptið yfir á hringprjón 5,5 og prjónið síðan sléttprjón þar til stykkið mælist 23-25-27-30-33-35 cm. Fellið nú af 1 lykkju á hvorri hlið fyrir handveg = 50-52-56-58-62-66 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 33-36-39-43-47-51 cm. Fellið nú af miðju 16-18-20-22-22-24 lykkjurnar af fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Haldið áfram með sléttprjóni og fellið af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 16-16-17-17-19-20 lykkjur eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 34-37-40-44-48-52 cm, prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN (sjá útskýringu að ofan) yfir allar lykkjur, fellið síðan LAUST af. Stykkið mælist ca 35-38-41-45-49-53 cm frá öxl og niður. Prjónið hina öxlina alveg eins.

Bakstykki með snjókalli

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.2
Sjá mynsturteikningu A.2 (snjókall): Öll mynsturteikningin er prjónuð með sléttprjóni. Prjónið með 3 dokkur, þannig sleppur maður við löng hopp með þráðinn á bakhlið. Þ.e.a.s. prjónið með 1 dokku milligráum Air/gráum Nepal hvoru megin á peysu og 1 dokku mynsturlit mitt í peysu. ATH: Til að koma í veg fyrir göt í litaskiptum verður að vefja þræðina utan um hvorn annan. Sjá myndband: Hvernig prjóna á með 3 dokkum samtímis.

Barnapeysan er prjónuð fram og til baka á hringprjón neðan frá og upp.
Fitjið upp 52-54-58-60-64-68 lykkjur á hringprjón 4,5 með milligráum Air eða gráum Nepal. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðin) þar til stykkið mælist 5 cm, skiptið yfir á hringprjón 5,5 og prjónið síðan sléttprjón. Þegar stykkið mælist ca 6-7-8-9-10-11 cm prjónið frá réttu þannig: 13-14-16-17-19-21 lykkjur sléttprjón, A.2 (= 26 lykkjur) – lesið MYNSTUR og skoðið myndband, 13-14-16-17-19-21 lykkjur sléttprjón. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 23-25-27-30-33-35 cm. Fellið nú af 1 lykkju á hvorri hlið fyrir handveg = 50-52-56-58-62-66 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjón og A.2. Þegar A.2 er lokið er haldið áfram með sléttprjóni með milligráum Air/gráum Nepal þar til stykkið mælist 33-36-39-43-47-51 cm. Fellið nú af miðju 16-18-20-22-22-24 lykkjurnar fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Haldið áfram með sléttprjón og fellið af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 16-16-17-17-19-20 lykkjur eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 34-37-40-44-48-52 cm, prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN (sjá útskýringu að ofan) yfir allar lykkjurnar, fellið síðan LAUST af. Stykkið mælist ca 35-38-41-45-49-53 cm frá öxl og niður. Prjónið hina öxlina alveg eins.

Mynsturteikning

=natur DROPS Air / natur DROPS Nepal
=milligrár DROPS Air / grár DROPS Nepal
=svartur DROPS Air / svartur DROPS Nepal

Tilbúið? Byrjaðu á næstu vísbendingu >>

Viltu sjá alla uppskriftina? Þú finnur hanahér!


Fullorðins peysa

Þú getur prjónað peysuna með eða án snjókalls á bakstykki. Þú velur hvora uppskriftina sem þú ætlar að fylgja.

Svona lítur fullorðins peysan út án snjókalls á bakhlið.

Bakstykki án snjókalls

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum

ÚTAUKNING (laskalína): Öll útaukning er gerð frá réttu!

Prjónið 1 kantlykkju með garðaprjóni, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, 1 kantlykkja með garðaprjóni. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður brugðinn – það eiga að myndast göt.

BAKSTYKKI:
Fullorðins peysan er prjónuð fram og til baka á hringprjóna ofan frá og niður með laskaútaukningu á hliðum.

Fitjið upp 22-24-24-28-30-34 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja á hvorri hlið) á hringprjón 8 með milligráum. Prjónið 1 umferð brugðna frá röngu. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju með GARÐAPRJÓN – sjá útaukning að ofan, á hvorri hlið. Í næstu umferð er aukið út um 1 lykkju á hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING (laskalína) að ofan! Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 13-14-15-16-17-19 sinum = 48-52-54-60-64-72 lykkjur – ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!

Prjónið 4-4-4-2-2-2 umferðir án útaukninga. Stykkið mælist ca 20-21-23-23-24-27 cm. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Fitjið síðan upp 2-2-3-3-4-4 nýjar lykkjur fyrir handveg í lok næstu 2 umferða = 52-56-60-66-72-80 lykkjur.

Haldið áfram með sléttprjón með 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið þar til stykkið mælist 30-29-30-31-32-30 cm. Skiptið yfir á hringprjón 7 og prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem aukið er út um 2-2-2-0-2-2 lykkjur jafnt yfir = 54-58-62-66-74-82 lykkjur. Prjónið síðan þannig: 1 kantlykkja með garðaprjóni, prjónið A.1 (= 4 lykkjur) þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 kantlykkju með garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til A.1 er lokið á hæðina. Fellið LAUST af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur.

Bakstykki með snjókalli

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum

ÚTAUKNING (laskalína): Öll útaukning er gerð frá réttu!

Prjónið 1 kantlykkju með garðaprjóni, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, 1 kantlykkja með garðaprjóni. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður brugðinn – það eiga að myndast göt.

MYNSTUR:
Mynsturteikning A.2 (snjókall):
Öll mynsturteikningin er prjónuð með sléttprjóni. Prjónið með 3 dokkur þannig sleppur þú við löng hopp á röngunni. Þ.e.a.s. prjónið með 1 dokku milligráum hvoru megin á peysu og 1 dokku með mynsturlit mitt í peysu. ATH: Til þess að koma í veg fyrir göt í litaskiptum verður að vefja þræðina um hvern annan. Sjá myndband: Hvernig á að prjóna með 3 dokkur samtímis

BAKSTYKKI:
Fullorðins peysan er prjónuð fram og til baka á hringprjóna ofan frá og niður með laskaútaukningu í hliðum með snjókall á bakstykki.

Fitjið upp 22-24-24-28-30-34 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja á hvorri hlið) á hringprjón 8 með milligráum. Prjónið 1 umferð brugðna frá röngu. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju með GARÐAPRJÓN (sjá útskýringu að ofan) á hvorri hlið. Jafnframt í næstu umferð er aukið út um 1 lykkju á hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING (laskalína) að ofan! Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 13-14-15-16-17-19 sinnum = 48-52-54-60-64-72 lykkjur – ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! – JAFNFRAMT þegar 40-40-44-44-50-56 lykkjur eru eftir í umferð byrjar mynstur. Þ.e.a.s. í næstu umferð er prjónað þannig (meðtalin útaukning á hvorri hlið): Prjónið 1 kantlykkju með garðaprjóni, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= útaukning), 5-5-7-7-10-13 lykkjur slétt, MYNSTUR A.2 (= 26 lykkjur) – Lesið MYNSTUR að ofan, sjá myndband, prjónið 5-5-7-7-10-13 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= útaukning), 1 lykkja slétt og 1 kantlykkja með garðaprjóni = 42-42-46-46-52-58 lykkjur. Haldið áfram með mynstur og útaukningu þar til það eru 48-52-54-60-64-72 lykkjur.

Prjónið 4-4-4-2-2-2 umferðir án útaukningar. Stykkið mælist ca 20-21-23-23-24-27 cm. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Fitjið nú upp 2-2-3-3-4-4 nýjar lykkjur fyrir handveg í lok næstu 2 umferða = 52-56-60-66-72-80 lykkjur.

Haldið áfram með sléttprjón og mynstur með 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið. Þegar A.2 er lokið á hæðina mælist stykkið ca 29-27-27-27-26-25 cm. Prjónið síðan með milligráum eins og áður þar til stykkið mælist 30-29-30-31-32-30 cm. Skiptið yfir á hringprjón 7 og prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem aukið er út um 2-2-2-0-2-2 lykkjur jafnt yfir = 54-58-62-66-74-82 lykkjur. Prjónið síðan þannig 1 kantlykkja með garðaprjóni, prjónið A.1 (= 4 lykkjur) þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 kantlykkju með garðaprjóni. Haldið áfram með A.1 til loka á hæðina. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur.

Mynsturteikning

=slétt frá réttu, brugðið frá röngu
=brugðið frá réttu, slétt frá röngu
=natur
=milligrár
=svartur

Tilbúið? Byrjaðu á næstu vísbendingu >>

Viltu sjá alla uppskriftina? Þú finnur hanahér!


Vantar þig aðstoð?

Hér er listi yfir hjálpargögn sem geta leitt þig áfram þegar þú prjónar bakstykki á barnapeysuna eða fullorðins peysuna:

Athugasemdir (14)

Loredana wrote:

Buonasera,sto realizzando un maglione per bambino con lana drops merino extra fine,( un filato che amo molto) non mi è chiaro come finire il dietro o il davanti: l\'indicazione dice lavorare due coste.cosa vuol dire? fare 4 ferri a diritto?grazie e complimenti per i bei modelli

20.11.2018 - 18:32

DROPS Design answered:

Buongiorno Loredana. Sì sono due coste a legaccio, quindi 4 ferri a diritto. Buon lavoro!

21.11.2018 - 09:27

HELENE wrote:

Bonjour je voudrais réaliser le modèle DROPS 179-15 mais que veut dire : DOS et DEVANT: monter 240 mailles avec l'aiguille circulaire 5 en Air ? Merci de bien vouloir me répondre. Bonne journée.

16.01.2018 - 15:30

DROPS Design answered:

Bonjour Hélène, ce pull se tricote de bas en haut, en rond jusqu'aux emmanchures, on monte le nombre de mailles de la circonférence du bas du pull, on joint en rond et on tricote en rond comme indiqué. Bon tricot!

17.01.2018 - 09:11

Susana Fernández Ruiz wrote:

En el patrón pone que en mi caso, cuando la pieza mida 33 cms (elástico + 68 vueltas) quitamos dos puntos de los lados para hacer la sisa, esto pasa mientras hacemos el dibujo A2. Me quedan 3 vueltas para llegar a esa medida y justo acabo en dos vueltas el gorro, por lo que el descuento de los puntos de la sisa me va a quedar por encima del dibujo... hago la talla 134/140 cms. A alguien más le ha pasado? estará bien? Estoy viendo fotos de los que han puesto y el muñeco queda más arriba..

17.11.2017 - 13:00

Mareen wrote:

Hallo, bin heute auf diesen schönen Pullover gekommen. Ist es möglich die Version für den Erwachsenen auch mit der Drops Air zu stricken. Lieben Grüße Mareen

14.11.2017 - 12:53

DROPS Design answered:

Liebe Maureen, der Pullover für Erwachsene kann auch mit 2 Fäden Garngruppe C (1 Faden Garngruppe E wie Eskimo = 2 Fäden Garngruppe C wie Air) gestrickt werden (siehe Vorschlag mit Nepal hier - die benötige Garnmenge in Air können Sie hier berechnen. Viel Spaß beim stricken!

15.11.2017 - 10:35

Ivana wrote:

Dobrý den, prosím kdy bude dostupné další pokračování pleteni svetru se sněhulákem. Odkaz na další pokračování nefunkční. Děkuji u

12.11.2017 - 21:39

DROPS Design answered:

Milá Ivano, jsme rádi, že vás svetr zaujal - další stopa je venku! Hodně zdaru! Hana

15.11.2017 - 07:07

Uschi wrote:

Hallo, liebes Drops-Team,ich möchte mit eurer NEPAL-Wolle den Kinderpullover mit Schneemann in Gr. 110/116 stricken. Dafür habe ich lt. Anleitung 58 M. angeschlagen und mittlerweile gut 20 cm des Rückenteils gestrickt. Der Pulli ist aber nur 29 statt 36 cm breit. Passt die Anleitung evtl. nicht für die Nepal sondern nur für die Air? Ich freue mich über jede Hilfe, denn zwei Kinderpullis (Gr. 92 und 110/116 warten auf vorweihnachtliche Fertigstellung.

12.11.2017 - 20:48

DROPS Design answered:

Liebe Uschi, Vergessen Sie nicht Ihre Maschenprobe zu prüfen, mit 16 Maschen glatt rechts mit Nepal oder mit Air = 10 cm bekommen Sie 36 cm mit den 58 Maschen. Viel Spaß beim stricken!

13.11.2017 - 13:30

Sabine wrote:

Ganz unten auf dieser Seite gibt es den Hinweis "Möchten Sie die ganze Anleitung sehen? Sie finden Sie hier!" - dort ist der Link jedoch falsch gesetzt, man landet auf der Seite für eine Spinne mit Netz (DROPS Extra / 0-968 Webster)! Die zwar auch toll ist, aber nicht das, was man sucht... ;-) - Daher bitte diesen Link noch korrigieren.

09.11.2017 - 15:28

DROPS Design answered:

Liebe Sabine, Danke für den Hinweis, Link wurde korrigiert. Viel Spaß beim stricken!

10.11.2017 - 10:21

Kerrie wrote:

Is there a note to say how much yarn is required for both the adult jumper and for the child's jumper? Many thanks, Kerrie

08.11.2017 - 15:27

DROPS Design answered:

Dear Kerrie, you will find both yarn requirements for children and adult jumper here. Happy knitting!

09.11.2017 - 09:34

Kerstin wrote:

Hallo, wenn man den Schneemann auf der Rückseite Stricken möchte, fehlt allerdings der Schal. Vielleicht noch eine kleine Ergänzung dazu, wie man dass dann am besten macht, wäre toll

05.11.2017 - 11:12

DROPS Design answered:

Liebe Kerstin, beim Rückenteil gibt es keine Augen, Nase und Schal, aber gerne können Sie noch sie dazu stricken. Viel Spaß beim stricken!

06.11.2017 - 10:30

Anne Gitte Jensen wrote:

Jeg synes der mangler størrelser i voksen blusen, Men det kan sagtens være mig der ikke kan se det?

04.11.2017 - 19:55

DROPS Design answered:

Hej Anne, Så er de 6 størrelser også lagt til i voksen blusen. Du finder blusens mål i måleskitsen når du klikker på materialer - rigtig god fornøjelse :)

06.11.2017 - 09:41

Mariona wrote:

Señoras. Me gustaría si pudieran darme un patron especial para recién nacido en Navidades, cuando nacerá mi nieto. Muchas gracias

04.11.2017 - 17:00

DROPS Design answered:

Hola Mariona, mira en el catálogo Baby 29 para ver distintas sugerencias.

30.12.2017 - 13:42

Blandine wrote:

Bonjour, lorsque je regard ele modèle il me semble que c'est du jersey et non du point mousse . Pourriez vous me le confirmer ?

04.11.2017 - 10:48

DROPS Design answered:

Bonjour Blandine, tout à fait, le haut du pull se tricote en jersey, pas au point mousse. La bordure se fait en côtes 1/1 pour le pull enfant et en côtes fantaisie (A.1) pour le pull adulte. Bon tricot!

06.11.2017 - 10:31

Madeleien wrote:

J'aurais aimé les explications pour un chandail d'enfant en top down comme les explications adultes...

03.11.2017 - 17:16

DROPS Design answered:

Bonjour Madeleien, le modèle enfant se tricote de bas en haut, mais vous pouvez vous inspirer d'un modèle tricoté de haut en bas pour ajuster le motif si vous le souhaitez ainsi. Bon tricot!

06.11.2017 - 10:32

Gloria Van Heyst wrote:

Op 30 cm hoogte al overschakelen naar naalden 7mm en de boord? Dat lijkt me zo kort?

03.11.2017 - 15:29

DROPS Design answered:

Hallo Gloria, De trui wordt voor volwassenen wordt van boven naar beneden gebreid en vanaf een lengte van 30 cm gemeten van de bovenkant begin je te breien met het telpatroon, dus de sneeuwman.

04.11.2017 - 16:20

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.