Vísbending #5 - Hring eftir hring

Ný vísbending er nú tilbúin í litlu ráðgátunni okkar. Í þessari vísbendingu klárum við stóra ferninginn sem við byrjuðum á í síðustu viku. Við eigum eftir 4 umferðir og lykkjurnar eru nánast þær sömu, en það er smá breytileiki sem mynda fallegt form á ferningnum. Eins og áður þá finnur þú alla mynsturteikninguna og myndband neðst á síðunni!

Litir

Fyrstu 6 umferðirnar í A.2 hafa nú þegar verið heklaðar, nú á að hekla 7.-10. umferð með þessum litum:

7. UMFERÐ: fjólublár
8. UMFERÐ: hvítur
9. UMFERÐ: ljós þveginn
10. UMFERÐ: hvítur

LEIÐSÖGN VARÐANDI LITI:
Notar þú aðra litasamsetningu en þá sem við notum hér?
Merktu þá hjá þér hvaða litanúmer þú setur í staðin áður en þú byrjar, þú getur fundið yfirlit yfir litanúmerinhér.

HEKLLEIÐBEININGAR:
Það sem stendur á milli tveggja * á að endurtaka í hvert skipti þar sem stendur frá *-* í uppskrift.
Rauðu táknin í mynsturteikningu eru útskýrð í texta yfir myndum.

Eigum við að byrja?

Takið fram fyrsta ferninginn sem við gerðum í vísbendingu #4.

7. UMFERÐ:
Skiptið yfir í fjólubláan - LESIÐ LITASKIPTI að neðan, klippið ljós fjólubláa þráðinn. Heklið 1 loftlykkju, 1 fastalykkja í/um hverja af 5 næstu lykkjunum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 fastalykkja í hverja af 3 næstu lykkjum.

LITASKIPTI:
Til að fá fallega skiptingu þegar skipt er um lit er síðasta lykkjan í umferð hekluð með nýja litum.

HORN:
Heklið 2 fastalykkjur um loftlykkjubogann, 3 loftlykkjur, 2 fastalykkjur um sama loftlykkjuboga.

Heklið * 1 fastalykkju í hverja af 3 næstu lykkjum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 fastalykkja í/um hverja af 5 næstu lykkjum, heklið «1 ÞRÍBRUGÐINN STUÐUL» þannig: Bregðið bandinu 3 sinnum um heklunálina, færið heklunálina í kringum toppinn á kúlunni frá 5. umferð (sjá í mynsturteikningu hvernig línan liggur), bregðið bandinu 1 sinni um heklunálina og dragið bandið undir kúluna (= 5 lykkjur á heklunálinni), ** bregðið bandinu um heklunálina, dragið uppsláttinn í gegnum þær 2 fyrstu/næstu lykkjur á heklunálinni **, endurtakið frá **-** alls 4 sinnum = 1 lykkja á heklunálinni.

Haldið áfram með 1 fastalykkju í hverja og eina af 3 næstu lykkjunum, 1 ÞRÍBRUGÐINN STUÐULL um sama topp á kúlu frá 5. umferð (sjá í mynsturteikningu hvernig línan liggur), 1 fastalykkja í/um hverja og eina af 5 næstu lykkjum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 fastalykkja í hverja og eina af 3 næstu lykkjum *. Endurtakið HORN og frá *-* 3 sinnum alls, heklið HORN.

Heklið 1 fastalykkju í hverja af 3 næstu lykkjum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 fastalykkja í/um hverja af 5 næstu lykkjum, heklið 1 ÞRÍBRUGÐINN STUÐULL um toppinn á kúlu frá 5. umferð. Heklið 1 fastalykkju í hverja af 3 næstu lykkjum, 1 ÞRÍBRUGÐINN STUÐULL um sama topp á kúlu frá 5. umferð.

Endið umferð með 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju í umferð. Skiptið yfir í hvítt og klippið fjólubláa þráðinn frá.

8. UMFERÐ:
Heklið 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), 1 stuðull í/um hverja af 6 næstu lykkjum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðull í hverja af 3 næstu lykkjum.

HORN:
Heklið 2 stuðla um loftlykkjubogann, 3 loftlykkjur, 2 stuðlar um sama loftlykkjuboga.

Heklið * 1 stuðul í hverja af 3 næstu lykkjum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðull í/um hverja af 9 næstu lykkjum, heklið KÚLA í næstu lykkju þannig: Heklið 4 stuðla í sömu lykkju, sleppið lykkju frá síðasta stuðli af heklunálinni, stingið heklunálinni inn framan í toppinn á fyrsta stuðli sem var heklaður, sækið lykkjuna frá síðasta stuðli og dragið hana í gegnum lykkjuna á heklunálinni. Heklið 1 stuðul í/um hverja af 9 næstu lykkjum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í hverja af 3 næstu lykkjum *.

Endurtakið HORN og frá *-* 3 sinnum alls, heklið HORN.

Heklið 1 stuðul í hverja af 3 næstu lykkjum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í/um hverja af 9 næstu lykkjum, heklið KÚLA í næstu lykkju, 1 stuðul í hverja af 2 næstu lykkjum. Endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar. Skiptið yfir í ljós þveginn, ekki klippa hvíta þráðinn frá.

9. UMFERÐ:
Heklið 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 stuðull í næstu lykkju, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 stuðull í/um hverja af 3 næstu lykkjum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðull í hverja af 3 næstu lykkjum.

HORN:

Heklið 2 stuðla um loftlykkjubogann, 3 loftlykkjur, 2 stuðlar um sama loftlykkjuboga.

Heklið * 1 stuðul í hvern af 3 næstu stuðlum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í/um hvern af 3 næstu stuðlum, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 stuðul í næstu lykkju, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 stuðul í næstu lykkju, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í næstu lykkju.

Heklið 1 FJÓRBRUGÐINN STUÐUL þannig: Bregðið bandinu 4 sinnum um heklunálina, færið heklunálina í kringum þríbrugðna stuðulinn frá 7. umferð (sjá í mynsturteikningu hvernig línan liggur), bregðið bandi um heklunálina og dragið uppsláttinn undir þríbrugðna stuðulinn (= 6 lykkjur á heklunálinni), ** bregðið bandi um heklunálina, dragið uppsláttinn í gegnum 2 fyrstu/næstu lykkjur á heklunálinni **, endurtakið frá **-** alls 5 sinnum = 1 lykkja á heklunálinni.

Heklið enn einn FJÓRBRUGÐINN STUÐUL í kringum hina þríbrugðnu stuðlana frá 7. umferð (sjá í mynsturteikningu hvernig lína liggur), hoppið yfir KÚLA, 1 stuðull í næstu lykkju, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í næstu lykkju, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 stuðul í næstu lykkju, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 stuðul í/um hverja af 3 næstu lykkjum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í hverja af 3 næstu lykkjum *.

Heklið HORN og frá *-* 3 sinnum alls, heklið HORN.

Heklið 1 stuðul í hverja af 3 næstu lykkjum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í/um hverja af 3 næstu stuðlum, * 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 stuðul í næstu lykkju, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í næstu lykkju, heklið 1 FJÓRBRUGÐINN STUÐUL í kringum þríbrugðna stuðulinn frá 7. umferð (sjá í mynsturteikningu hvert línan liggur). Hoppið yfir KÚLA, heklið enn einn FJÓRBRUGÐINN STUÐUL í kringum þríbrugðna stuðulinn frá 7. umferð (sjá í mynsturteikningu hvernig línan liggur), 1 stuðul í næsta stuðul, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju og endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun á umferð. Skiptið yfir í hvítt og klippið frá ljós þvegna þráðinn.

10. UMFERÐ:

Heklið 1 loftlykkju, 2 fastalykkjur um loftlykkjubogann, 1 fastalykkja í næstu lykkju, 2 fastalykkjur um næsta loftlykkjuboga, 1 fastalykkja í/um hverja af 9 næstu lykkjum.

HORN:
Heklið 2 fastalykkjur um loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur, 2 fastalykkjur um sama loftlykkjuboga.

Heklið * 1 fastalykkju í/um hverja af 9 næstu lykkjum, 2 fastalykkjur um loftlykkjuboga, 1 fastalykkja í næstu lykkju, 2 fastalykkjur um næsta loftlykkjuboga, 1 fastalykkja í/um hverja af 8 næstu lykkjum, 2 fastalykkjur um loftlykkjuboga, 1 fastalykkja í næstu lykkju, 2 fastalykkjur um næsta loftlykkjuboga, 1 fastalykkja í/um hverja af 9 næstu lykkjum *, endurtakið HORN og frá *-* 3 sinnum alls.

Heklið 1 fastalykkju í/um hverja af 9 næstu lykkjum, 2 fastalykkjur um loftlykkjubogann, 1 fastalykkja í næstu lykkju, 2 fastalykkjur um næsta loftlykkjuboga, 1 fastalykkja í/um hverja af 7 næstu lykkjum, 1 keðjulykkja í loftlykkju frá byrjun umferðar. Klippið frá og festið alla enda.

Nú þarft þú bara að hekla 7.-10. umferð á hinum ferningunum frá vísbendingu #4 í eftirfarandi litum:

7. UMFERÐ: bleikur
8. UMFERÐ: hvítur
9. UMFERÐ: fjólublár
10. UMFERÐ: hvítur

Tilbúið!

Hér séðu hvernig báðar þessar litasamsetningar með mynsturteikningu A.2 líta út. Ferningarnir eiga að vera 25 x 25 cm.

Öll mynsturteikningin fyrir vísbendingu #5

= loftlykkja
= keðjulykkja í/um lykkju
= fastalykkja í lykkju
= fastalykkja um loftlykkju/loftlykkjuboga
= stuðull um loftlykkju/loftlykkjuboga
= stuðull í lykkju
= 3 loftlykkjur
= KÚLA: Heklið 4 stuðla í sömu lykkju, sleppið lykkju frá síðasta stuðli af heklunálinni, stingið heklunálinni inn framan í toppinn á fyrsta stuðli sem var heklaður, sækið lykkjuna frá síðasta stuðli og dragið hana í gegnum lykkjuna á heklunálinni.
= Við hvern punkt í mynsturteikningu er heklað um lykkjuna sem línan liggur til.
7. UMFERÐ: Heklið 1 ÞRÍBRUGÐINN STUÐUL um toppinn á kúlu frá 5. Umferð (ÞRÍBRUGÐINN STUÐULL = Bregðið bandinu 3 sinnum um heklunálina eins og útskýrt er í uppskrift, bregðið bandinu 1 sinni um heklunálina og dragið bandið undir kúluna (= 5 lykkjur á heklunálinni), * bregðið bandinu um heklunálina, dragið bandið í gegnum þær 2 fyrstu/næstu lykkjunum á heklunálinni *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum = 1 lykkja á heklunálinni.
9. UMFERÐ: Heklið 1 FJÓRBRUGÐINN STUÐUL í kringum þríbrugðna stuðulinn frá 7. umferð (FJÓRBRUGÐINN STUÐULL = Bregðið bandinu 4 sinnum um heklunálina, færið heklunálina í kringum lykkjuna eins og útskýrt er í uppskrift, bregðið bandi um heklunálina og dragið uppsláttinn undir þríbrugðna stuðulinn (= 6 lykkjur á heklunálinni), * bregðið bandi um heklunálina, dragið uppsláttinn í gegnum 2 fyrstu/næstu lykkjur á heklunálinni *, endurtakið frá *-* alls 5 sinnum = 1 lykkja á heklunálinni.

Myndbönd

Vantar þig aðstoð varðandi aðferðirnar?

Í þessum myndböndum sýnum við allar þær aðferðir sem þú þarf að geta gert í vísbendingu #5.

Athugasemdir (11)

Stefani wrote:

I've fallen a bit behind, but I'm really enjoying myself because I'm able to take it with me easily. Thanks

11.04.2017 - 04:46

Vibeke Meldgaard wrote:

Er det muligt I kunne lave en liste over hvilke farver fra garnpakke et, som I bruger i opskriften, som passer til dem fra garnpakke to og tre?

03.04.2017 - 18:44

Marit Mikkelsen wrote:

Synnes det er for lang tid mellom hvert hint

03.04.2017 - 12:06

Noemy wrote:

Hi! Could you please put the numbers with the colors? It makes a lot easier to me, as I\'m using another set of colors. Thank you!!! (Noemy, from Curitiba-Brazil)

02.04.2017 - 15:25

Anna wrote:

Il secondo quadrato della tappa 5 e realizzato con un colore in meno rispetto al primo. È' giusto così?

01.04.2017 - 13:57

DROPS Design answered:

Buongiorno Anna. Per il primo quadrato usa i tre colori, bianco, lilla e light wash. Per il secondo quadrato usa sempre tre colori: bianco, erica, lilla. Buon lavoro!

02.04.2017 - 12:07

Evi Maisalu wrote:

Ei ole vihjet nr5

30.03.2017 - 14:47

Nicole Rod wrote:

Bravo pour ce beau projet et pour les explications claires et précises. J'adore!

30.03.2017 - 14:06

Ivana wrote:

Dobrý den, část textu v angličtině, lze opravit? děkuji

30.03.2017 - 14:01

DROPS Design answered:

Dobrý den, Ivano, díky za upozornění - opraveno. Příjemnou zábavu s háčkem! Hana

30.03.2017 - 23:53

Mia Juul wrote:

Er i ikke søde at skrive farve nr foran farven 😉 Er lidt nemmere at bruge den rigtige farve når man også har nummeret 👍

30.03.2017 - 12:55

Cholote wrote:

C'est vraiment bien expliqué, bravo !

30.03.2017 - 12:53

Mai-Britt wrote:

Kommer der nogle tips til at gøre tæppet større?

30.03.2017 - 11:55

DROPS Design answered:

Hej Mai-Britt, Du kan naturligvis hækle dobbelt antal af alle ruder, så vil det blive dobbelt så stort og du ved da også at dobbelt garnforbrug rækker. Vi har ikke regnet garnforbrug ud til flere forskellige størrelser, men tæppet er fleksibelt, så hvis du har ekstra garn og egen fantasi, så kan du let få nogle ekstra ruder lagt til tæppet, men vent med at sy dem sammen til vi giver besked. God fornøjelse!

06.04.2017 - 11:13

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.