Hvernig á að prjona stuttar puffermar neðan frá og upp

Keywords: jakkapeysa, peysa, toppur,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum stuttar puffermar neðan frá og upp. Við höfum nú þegar prjónað kantinn á erminni og byrjum myndbandið á að sýna hvernig auka á út með uppslætti. Í næstu umferð er skipt yfir á grófari prjóna og uppslátturinn er prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og haldið áfram í sléttprjóni að uppgefnu máli í mynstri. Eftir það eru lykkjur felldar af mitt undir ermi. Prjónið nú ermakúpuna fram og til baka, jafnframt því sem lykkjur eru felldar af í byrjun á hverri umferð. Sjá í mynstri hversu margar lykkjur og hversu oft á að fella af. Þegar eftir eru 2 umferðir til loka máls, prjónið 2 og 2 eða 3 og 3 lykkjur saman, prjónið 1 umferð brugðið frá röngu og fellið af. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (1)

Mafalda wrote:

Hola buen día!! Muy hermosa está página muy completo con la guía y variedad de puntos a dos agujas y a crochet felicitaciones

12.05.2021 - 14:12

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.