Hvernig á að fækka um 2 lykkjur í klukkuprjóni, sem snýr til vinstri eða hægri

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að fækka um 2 lykkjur í klukkuprjóni. Fyrst sýnum við úrtöku sem snýr til vinstri og eftir það til hægri. Þessi úrtaka er notuð meðal annars í DROPS 194-22. Fækkið lykkjum til vinstri þannig: = Steypið yfir hægri lykkju og uppslátt á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt. Prjónið 1 lykkju brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 1 lykkju slétt (= 3 lykkjur, meðtalinn uppsláttur) slétt saman, steypið uppslættinum og sléttu lykkjunni sem steypt var yfir á hægri prjón, yfir lykkjurnar sem voru prjónaðar slétt saman (= fækkað um 2 lykkjur).
Fækkið lykkjum til hægri þannig: = Prjónið 1 uppslátt, 1 lykkju slétt, 1 lykkju brugðið, 1 uppslátt, 1 lykkju slétt (= 5 lykkjur, meðtalinn uppsláttur) slétt saman (= fækkað um 2 lykkjur).
Í þessu DROPS myndbandi notum við DROPS Eskimo.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð þetta mynstur með því að smella á myndina að neðan.

Tags: klukkuprjón,

The video above can be used in the following patterns

Available in:

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.