Festu enda á meðan þú heklar

Keywords: gott að vita, rendur, teppi,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við sleppum við að festa enda eftir litaskipti. Fyrstu tvær lykkjurnar í byrjun á hverri umferð er hekluð með tvöföldum þræði (saman lit). Eftir það eru þræðirnir lagðir meðfram lykkjum frá fyrri umferð og heklað er utan um þá þannig að þræðirnir sjáist ekki og eru faldir innan í lykkjunum. Sá þráður sem þú ert með í lok á umferð er einnig lagður meðfram lykkjum þegar þú snýrð stykkinu þannig að einnig er heklað utan um þennan þráð. Með þessu eru þræðirnir festir án þess að nota nál. Í myndbandinu notum við garnið DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (1)

Solange Maria Varone wrote:

Muito bom esse site

05.12.2022 - 13:22

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.