Hvernig á að hekla Larksfoot lykkjur

Keywords: áferð, þvottaklútur,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við ykkur hvernig hekla á Larksfoot lykkjur. Heklið þann fjölda loftlykkja sem hægt er að deila með 4+1. Við höfum nú þegar heklað band með 21 loftlykkju og höfum valið að hekla með 3 litum.
Röð 1: Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni, 1 stuðull í næstu loftlykkju, * 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í hverja af 3 næstu lykkjum *, endurtakið frá *-* út röðina, snúið.
Röð 2: Heklið 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), 1 stuðull í hvern af 2 næstu stuðlum, * 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðull í hvern af 3 næstu stuðlum *, endurtakið frá *-* út röðina (síðasti stuðull endar í 3. loftlykkju frá byrjun á fyrri röð, jafnframt því sem draga á bandið í gegn með nýjum lit), snúið.
Röð 3: Heklið 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), * 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðull í næsta stuðul, 1 stuðull um loftlykkju frá 1. röð/2. röð að neðan, 1 stuðull í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* út röðina, endið með 1 loftlykkju, hoppið yfir 1 lykkju og 1 stuðul í 3. loftlykkju frá byrjun á fyrri röð, snúið.
Röð 4: Heklið 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), * 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðull í hvern af 3 næstu stuðlum *, endurtakið frá *-* út röðina, endið með 1 loftlykkju, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðull í 3. loftlykkju frá byrjun á fyrri röð, jafnframt því sem draga á bandið í gegn með nýjum lit, snúið.
Röð 5: Heklið 3 loftlykkjur (= * 1 stuðull), 1 langur stuðull um loftlykkju frá 3. röð/2. röð að neðan, 1 stuðull í næstu lykkju, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju *, endurtakið frá *-* út röðina, en endið eftir 1 stuðul í næstu lykkju, 1 langur stuðull um loftlykkju frá 3. röð/2. röð að neðan, 1 stuðull í 3. loftlykkju frá byrjun á fyrri röð, snúið.
Endurtakið röð 2-5 að óskaðri lengd. Í myndbandinu heklum við röð 1-5 einu sinni, eftir það röð 2 einu sinni til viðbótar. Í myndbandinu notum við DROPS Snow, en í litlu hekl prufunni höfum heklað úr DROPS Puna, heklunál 4, byrjum með 40 + 1 loftlykkjur, röð 1 er hekluð einu sinni, röð 2-5 eru heklaðar 4 sinnum, eftir það er röð 2 hekluð einu sinni til viðbótar.

Athugasemdir (2)

Rosy Petite wrote:

Bonjour, Comment faire pour diminuer les point pied de poule svp Merci de votre réponse Rosy

10.03.2021 - 08:39

DROPS Design answered:

Bonjour Mme Petite, tout va dépendre du type de diminutions dont vous avez besoin, vous pouvez diminuer à intervalles réguliers (le bon nombre de mailles pour pouvoir répéter le motif, et/ou bien crochetez les premières/dernières mailles en brides au lieu du motif) - Si vous voulez diminuer au début/à la fin d'un rang, crochetez en brides les mailles qui ne peuvent plus se crocheter dans le motif et continuez les autres comme avant. Bon crochet!

10.03.2021 - 15:35

Gunbjørg Oswold wrote:

Hvilke type garn er brukt I denne videoen. Jeg vil gjerne hekle i ullgarn - hvilket garn kan anbefales:)

22.11.2020 - 17:10

DROPS Design answered:

Hej Gunbjørg. Det är DROPS Eskimo/Snow som har använts i denna video. Mvh DROPS Design

23.11.2020 - 14:05

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.