DROPS Extra / 0-1126

Shining Bright by DROPS Design

Heklaður DROPS hálsklútur úr ”Safran” með gatamynstri og kögri.

DROPS Design: Mynstur nr e-234
Garnflokkur A
----------------------------------------------------------
Mál: Breidd: 23 cm. Lengd: 199 cm (án kögurs). 1 heklaður ferningur mælist 22 x 22 cm.
Efni:
DROPS SAFRAN frá Garnstudio
250 gr litur nr 17, hvítur

DROPS HEKLUNÁL NR 3,5 – eða sú stærð sem þarf til að 22 st og 12 umf verði 10 x 10 cm.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (0)

100% Bómull
frá 374.00 kr /50g
DROPS Safran uni colour DROPS Safran uni colour 374.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1870kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

HEKLLEIÐBEININGAR:
Í byrjun á hverri umf með fl, skiptið út fyrstu fl með 1 ll. Umf endar á 1 kl í ll frá byrjun umf.
Í byrjun á hverri umf með st, skiptið út fyrsta st með 3 ll. Umf endar á 1 kl í 3. ll frá byrjun umf.

MYNSTUR:
Sjá teikningu A.1. Teikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu.
----------------------------------------------------------

HÁLSKLÚTUR:
Stykkið er heklað í hlutum og saumað saman áður en kantur er heklaður hringinn.

HEKLAÐUR FERNINGUR:
Heklið einn ferning þannig – sjá teikningu A.1:
Heklið 5 ll með Safran á heklunál nr 3,5 og tengið saman í hring með 1 kl.
UMFERÐ 1: Heklið 3 ll (= 1 st) – LESIÐ HEKLLEIÐIBEININGAR! Heklið síðan 2 st um ll-hringinn, * 3 ll, 3 st um ll-hringinn *, endurtakið frá *-* 6 sinnum til viðbótar, 3 ll, 1 kl í 3. ll frá byrjun umf, 1 kl í hverja og eina af 3 næstu l (þ.e.a.s. 1 kl í 2 næstu st, 1 kl í næstu ll).
UMFERÐ 2: 3 ll (= 1 st), 2 st um ll-boga, 3 ll, 3 st um sama ll-boga, * 4 ll, 1 fl um næsta ll-boga, 4 ll, 3 st um næsta ll-boga, 3 ll, 3 st um sama ll-boga *, endurtakið frá *-* (= A.1) 2 sinnum til viðbótar, 4 ll, 1 fl um næsta ll-boga, 4 ll, 1 kl í 3. ll frá byrjun umf, 1 kl í 3 næstu l.
UMFERÐ 3: 3 ll (= 1 st), 2 st um ll-boga, 3 ll, 3 st um sama ll-boga, * 5 ll, 1 fl um næsta ll-boga, 5 ll, 1 fl um næsta ll-boga, 5 ll, 3 st um næsta ll-boga, 3 ll, 3 st um sama ll-boga *, endurtakið frá *-* (= A.1) 2 sinnum til viðbótar, 5 ll, 1 fl um næsta ll-boga, 5 ll, 1 fl í næsta ll-boga, 5 ll, 1 kl í 3. ll frá byrjun umf, 1 kl í 3 næstu l. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA!
UMFERÐ 4-9: Haldið áfram eins og sýnt er í mynstri. Endurtakið A.1 alls 4 sinnum í umf, en endið eins og sýnt er í mynstri. Þ.e.a.s. síðasti st-hópur í horni í A.1 er ekki heklaður í 4. skiptið sem A.1 er endurtekið, þar sem hann er heklaður í byrjun umf. Endið hverja umf á 1 kl í 3. ll í umf og 1 kl í næstu 3 l.
UMFERÐ 10: Heklið 1 ll, 2 fl um ll-boga, 3 ll, 2 fl um sama ll-boga, haldið síðan áfram eins og sýnt er í A.1 umf hringinn. Endið á 1 kl í 1. ll í umf, 1 kl í 2 næstu l.
UMFERÐ 11: 8 l (= 1 st + 5 ll), 1 st í ll-boga, haldið síðan áfram eins og sýnt er í A.1 umf hringinn. Endið á 1 kl í 3. ll í umf. Heklið 8 ferninga til viðbótar alveg eins.

FRÁGANGUR:
Saumið saman hekluðu ferningana þannig að það verði ein löng lengja 1 x 9 ferningar. Saumið l eina og eina fallega saman, yst í lykkjubogann. Klippið frá og festið enda.

KANTUR:
Heklið kant í kringum allan hálsklútinn með Safran með heklunál nr 3,5 þannig:
Festið endann með 1 kl í einn af ll-bogum á annarri hliðinni á hálsklútnum, heklið 1 ll, 1 fl um ll-bogann, * 2 ll, 1 fl um næsta ll-boga *, endurtakið frá *-* fram að fyrsta horni, heklið hornið (2 ll, 1 fl um ll-bogann í horni, 5 ll, 1 fl um sama ll-boga). Haldið áfram með *-* fram að næsta horni og heklið eins og skýrt er frá að ofan. Þegar heklað hefur verið svona hringinn í kringum allan hálsklútinn er endað með 1 kl í fyrstu ll í umf. Klippið frá og festið enda.

KÖGUR:
Kögur er sett í hvorn enda á hálsklút þannig:
Klippið 2 þræði ca 30 cm. Brjótið þá saman tvöfalda og dragið lykkjuna í gegnum ll-bogann á skammhlið á hálsklút, dragið síðan endann í gegnum lykkjuna og herðið að. Gerið eitt kögur í annan hvern ll-boga meðfram skammhlið á hálsklút (= 12 kögur). Endurtakið á hinni skammhliðinni. Klippið kögrið til þannig að það verði ca 13 cm langt.

Mynstur

= ll
= kl
= st um ll-boga
= st í l
= fl um ll-boga
= fl í l
= byrjið hér

Athugasemdir (0)

Það eru engar athugasemdir á þessu mynstri. Bættu við þinni!

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1126

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.