DROPS / 162 / 36

Granny's Favorites by DROPS Design

Heklað DROPS handklæði úr Cotton Light með blómaferningum.

Leitarorð: blóm, eldhús, gatamynstur,

DROPS Design: Mynstur nr cl-051
Garnflokkur B
----------------------------------------------------------

Mál: Ferningurinn mælist ca 28 x 287 cm. Lengd alls: Ca 50 cm
Efni:
DROPS COTTON LITHG frá Garnstudio
100 gr litur nr 02, hvítur
50 gr litur nr 26, gallabuxnablár
50 gr litur nr 08, ísblár.

Hvert handklæði er ca 92 gr.

DROPS HEKLUNÁL NR 4 – eða þá stærð sem þarf til að 18 st og 9 umf verði 10 x 10 cm.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (4)

50% Bómull, 50% Polyester
frá 330.00 kr /50g
DROPS Cotton Light uni colour DROPS Cotton Light uni colour 330.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1320kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

HEKLLEIÐBEININGAR:
Allar umf með st byrja á 3 ll. Þessar 3 ll koma í stað fyrsta st í umf.

PICOT:
Heklið 2 ll, 1 fl í 2. ll frá heklunálinni.

LITASKIPTI:
Til þess að fá fallega skiptinum við litaskipti er síðasta kl í umf hekluð með nýja litnum þannig: Stingið heklunálinni í síðustu ll frá byrjun umf, sækið bandið með nýja litnum, bregðið bandinu um heklunálina með nýja litnum og dragið í gegnum l á heklunálinni.

MYNSTUR:
Sjá teikningu A.1. Eftir 1. Umf er A.1 endurtekið alls 4 sinnum á breiddina.

ÚRTAKA:
Fækkið um 1 st með því að hekla næstu 2 st saman þannig: Heklið 1 st, en bíðið með að draga bandið í gegn í lokin (= 2 l á heklunálinni), heklið næsta st, en þegar draga á bandið í gegn í lokin er það dregið í gegnum allar 3 l á heklunálinni.
----------------------------------------------------------

HANDKLÆÐI:
Fyrst er heklaður einn blómaferningur, síðan er heklað fram og til baka á tveimur hliðum á ferningi.
Heklið 1 handklæði með bláum tónum og hvítu eins og skýrt er frá að neðan og 1 alveg hvítt.

BLÓMAFERNINGUR:
Heklið 7 ll með heklunál nr 4 með ísbláum og tengið saman í hring með 1 kl í fyrstu ll – sjá teikningu A.1.

UMFERÐ 1: Heklið 1 ll, * 1 fl í hringinn, 13 ll *, endurtakið frá *-* alls 8 sinnum, endið á 1 kl í fyrstu ll = 8 ll-bogar. Klippið frá og festið enda. Skiptið yfir í blátt.
UMFERÐ 2: Heklið 1 kl í fyrsta ll-boga, 6 ll, * 1 kl í næsta ll-boga, 6 ll *, endurtakið frá *-* alls 7 sinnum, endið á 1 kl í fyrstu kl = 8 ll-bogar. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA!
UMFERÐ 3: Heklið 3 ll, * heklið 2 st um næsta ll-boga, 3 ll, 2 st um sama ll-boga, 1 ll *, endurtakið frá *-* alls 8 sinnum, endið á 1 kl í 3. ll = 32 st.
UMFERÐ 4: Heklið 1 ll, * 1 fl í fyrsta/næsta st, hoppið yfir 1 st, í næsta ll-boga er heklað þannig: 2 st, 2 tbst, 1 PICOT – sjá skýringu að ofan, 2 tbst, 2 st, hoppið yfir 1 st, 1 fl í næsta st, 1 kl í næstu ll *, endurtakið frá *-* alls 8 sinnum, endið á 1 kl í fyrstu ll = 8 blöð.
Skiptið um lit yfir í hvítt – LESIÐ LITASKIPTI.
UMFERÐ 5: Heklið 2 ll, * 8 ll, 1 hst um ll í umf 3 *, endurtakið frá *-* alls 8 sinnum, endið á 1 kl í 2. ll = 8 ll-bogar. Borgarnir liggja aftan við blöð í umf 4.
UMFERÐ 6: Heklið 2 ll, * 4 ll, 1 hst um ll-boga, 4 ll, 1 tbst í næsta hst, 4 ll, 1 tbst í sama hst, 4 ll, 1 hst um næsta ll-boga, 4 ll, 2 hst í næsta hst *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum, endið á 1 kl í 2. ll.
UMFERÐ 7: Heklið 3 ll, * 4 st um ll-boga, hoppið yfir 1 hst, heklið 4 st um næsta ll-boga, hoppið yfir 1 tbst, 2 st um næsta ll-boga, 4 ll, 2 st um sama ll-boga, hoppið yfir 1 tbst, 4 st um næsta ll-boga, hoppið yfir 1 hst, 4 st um næsta ll-boga, hoppið yfir 2 hst *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum, endið á 1 kl í 3. ll = 80 st.
UMFERÐ 8: Heklið 3 ll, * 1 st í hvern og einn af næstu 10 st, 2 st um ll-boga, 4 ll, 2 st um sama ll-boga, 1 st í hvern og einn af næstu 10 st *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum, endið á 1 kl í 3. ll = 96 st.
UMFERÐ 9: Skiptið yfir í ísblátt. Heklið 3 ll, ** * 1 st í fyrsta/næsta st, 1 ll, hoppið yfir 1 st *, endurtakið frá *-* alls 6 sinnum, 1 st um ll-boga, 6 ll, 1 st um sama ll-boga, 1 ll, * 1 st í næsta st, 1 ll, hoppið yfir 1 st *, endurtakið frá *-* alls 6 sinnum **, endurtakið frá **-** alls 4 sinnum, endið á 1 kl í 3. ll = 56 st.
UMFERÐ 10: Skiptið yfir í hvítt. Heklið 3 ll, ** heklið 1 st í fyrsta/næsta st, 1 st í næstu ll, * endurtakkið frá *-* alls 6 sinnum, 1 st í næsta st, 2 st um næsta ll-boga (= horn), 4 ll, 2 st um sama ll-boga, * 1 st í næsta st, 1 st um næstu ll *, endurtakið frá *-* alls 7 sinnum **, endurtakið frá **-** alls 4 sinnum. = 124 st og 4 ll-bogar (= horn).
UMFERÐ 11: Heklið 3 ll, */ 1 st í hvern og einn af fyrstu 15 st, 2 st um ll-boga (= horn), 4 ll, 2 st um sama ll-boga, 1 st í hvern og einn af næstu 16 st *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, síðan er heklað þannig: Heklið 1 st í hvern og einn af fyrstu 15 st, 2 st um ll-boga (= horn), 11 ll (= horn með lykkju til að hengja upp), 2 st um sama ll-boga, 1 st í hvern og einn af næstu 16 st = 140 st og 4 ll-bogar (= horn). Klippið frá og festið enda.

Heklið nú fram og til baka með byrjun frá 1. horni með heklunál nr 4 með hvítu þannig:

UMFERÐ 1: - LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR, 1 st í fyrsta st (byrjað er í fyrsta st eftir ll-boga – sjá stjarna í mynstri), hoppið yfir 2 st, 1 ll, 1 st í næsta st, 1 ll, hoppið yfir 2 st, * 1 st í næsta st, 1 ll, hoppið yfir 1 st *, endurtakið frá *-* þar til 1 st er eftir á undan fyrsta horni (= alls 16 st), 1 st í næsta st, 2 st um ll-boga, 4 ll, 2 st um sama ll-boga, 1 st í næsta st * 1 ll, hoppið yfir 1 st, 1 st í næsta st *, endurtakið frá *-* þar til 6 st eru eftir á undan næsta horni, * 1 ll, hoppið yfir 2 st, 1 st í næsta st *, endurtakið frá *-* alls 2 sinnum = alls 38 st í umf.
UMFERÐ 2: Heklið 1 st í fyrsta st, * heklið 1 st um næstu ll, en bíðið með að draga bandið í gegn í lokin (= 2 l á heklunálinni), heklið síðan 1 st í næsta st, en þegar draga á bandið í gegn í lokin er það dregið í gegnum allar 3 l á heklunálinni *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar (= 2 st færri), heklið 1 st í hvern st og um hverja ll að næsta horni, heklið 2 st um ll-boga, 4 ll, 2 st um sama ll-boga, 1 st í hvern st og um hverja ll þar til 3 st eru eftir og 2 ll, * heklið 1 st í næsta st, en bíðið með að draga bandið í gegn í lokin (= 2 l á heklunálinni), heklið síðan 1 st um næstu ll, en þegar draga á bandi í gegn í lokin er það dregið í gegnum allar 3 l á heklunálinni *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar (= 2 st færri), endið á 1 st í síðasta st = 70 st og 1 ll-bogi.
UMFERÐ 3-4: Heklið 1 st í fyrsta st, heklið síðan í næstu 2 st þannig – LESIÐ ÚRTAKA, endurtakið úrtöku 1 sinni til viðbótar, heklið 1 st í hvern st að næsta horni, heklið 2 st um ll-boga, 4 ll, 2 st um sama ll-boga, 1 st í hvern st þar til 5 st eru eftir á undan næsta horni, heklið 2 næstu st saman, endurtakið úrtöku 1 sinni til viðbótar, 1 st í síðasta st = 70 st og 1 ll-bogi.

Endurtakið umf 1-4 alls 4 sinnum, stykkið mælist ca 50 cm mælt frá horni að horni þar sem er lengst. Klippið frá og festið enda.

HEKLAÐUR KANTUR:
Heklið kant í kringum handklæðið með heklunál nr 4 með hvítu þannig: 1 fl, * 3 ll, hoppið yfir ca 1 cm, 1 fl *, endurtakið frá *-* í kringum allt stykkið, um lykkjuna eru heklaðar 11 fl, endið á 1 kl í 1. fl í umf. Klippið frá og festið enda.

Mynstur

= fl um ll
= ll
= kl
= st í l
= st um ll
= tbst um ll-boga
= tbst í l
= hst um ll og kl
= hst um ll-boga
= hst í l
= picot: 2 ll, 1 fl í 2. ll frá heklunálinni
= merkir byrjun, þegar stykkið er heklað fram og til baka
= 6 ll
= fl í l

Athugasemdir (4)

Bonne 13.02.2015 - 03:27:

I love this pattern. When will it be available?

Yuvonne Sloan 11.02.2015 - 20:33:

When can we get the pattern?

Claire 25.12.2014 - 03:21:

Bellisimo y delicado

Favar 12.12.2014 - 16:18:

J 'adore ! les maniques !

Skrifaðu athugasemd um DROPS 162-36

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.