DROPS / 162 / 9

Rose Petals by DROPS Design

Heklaðar DROPS tátiljur úr ”Nepal”.

Leitarorð: tátiljur,

DROPS Design: Mynstur nr ne-172
Garnflokkur C
----------------------------------------------------------
Stærð: 35/37 – 38/40 – 41/43
Lengd fótar: 22-24-27 cm

Efni: DROPS NEPAL frá Garnstudio
50 gr í allar stærðir litur nr 0300, beige
50 gr í allar stærðir litur nr 3720, millibleikur
50 gr í allar stærðir litur nr 6273, kirsuberjarauður

DROPS HEKLUNÁL NR 4,5 – eða sú stærð sem þarf til að 16 fl og 18 umf og 16 st og 9 umf verði 10 x 10 cm.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (6)

65% Ull, 35% Alpakka
frá 550.00 kr /50g
DROPS Nepal uni colour DROPS Nepal uni colour 550.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Nepal mix DROPS Nepal mix 572.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1650kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

HEKLLEIÐBEININGAR:
Hver umf með fl byrjar á 1 ll, ll kemur í stað fyrstu fl í umf.
Hver umf með st byrjar á 3 ll, ll kemur í stað fyrsta st í umf.
Endið umf á 1 kl í fyrstu/þriðju ll í umf.

ÚTAUKNING:
Aukið út um 4 l þannig:
Heklið 2 fl í fyrstu fl, heklið 2 fl í aðra fl, heklið 1 fl í hverja fl þar til 2 l eru eftir á undan prjónamerki, heklið 2 fl í næstu fl, heklið 1 fl í hverja og eina af 2 næstu fl (prjónamerki er staðsett á milli þessa l) heklið 2 fl í næstu fl, heklið 1 fl í hverja fl þar til 2 fl eru eftir, heklið 2 fl í næstu fl, endið á 1 fl í síðustu fl.

ÚRTAKA-1:
Heklið 2 st, en bíðið með að draga bandið í gegn í lokin (= 2 l á heklunálinni), heklið síðan næsta st, en þegar draga á bandið í gegn í lokin er það dregið í gegnum allar 3 l á heklunálinni.

ÚRTAKA-2:
Heklið 1 st, en bíðið með að draga bandið í gegn í lokin (= 2 l á heklunálinni). Heklið 1 st í sama st, en bíðið með að draga bandið í gegn í lokin, heklið 1 st í næsta st, en bíðið með að draga bandið í gegn í lokin, heklið 1 st í sama st og þegar draga á bandið í gegn í lokin er það dregið í gegnum allar 5 l á heklunálinni.
----------------------------------------------------------

TÁTILJA:
Stykkið er heklað í hring, neðan frá og upp. Heklið 26-29-33 ll (meðtalin 1 ll til að snúa við með) með heklunál nr 4,5 með beige. Heklið 2 fl í aðra ll, 1 fl í hverja og eina af næstu 23-26-30 ll, 4 fl í síðustu ll, snúið við og heklið á hinni hlið á ll-umf, heklið í fl í hverja og eina af næstu 23-26-30 ll, 2 fl í síðustu ll, endið á kl í fyrstu fl = 54-60-68 fl – LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! Setjið 1 prjónamerki á milli 2 miðju fl. Heklið nú 1 fl í hverja fl, JAFNFRAMT í 2.-, 4.-, 6. og 8.- umf er aukið út um 4 fl í umf – LESIÐ ÚTAUKNING! = 70-76-84 fl. Haldið áfram með 1 fl í hverja fl þar til heklaðar hafa verið alls 8-8-10 umf með beige. Skiptið yfir í kirsuberjarautt. Heklið 2 umf með 1 fl í hverja fl. Skiptið yfir í millibleikt. Heklið nú þannig:

UMFERÐ 1: 3 ll, heklið 2 næstu st saman – LESIÐ ÚRTAKA-1, heklið 1 st í hvern og einn af næstu 18-21-25 st, * heklið 3 st, heklið 2 næstu st saman – LESIÐ ÚRTAKA-2 *, endurtakið frá *-* 6 sinnum, heklið 1 st í hvern og einn af næstu 18-21-25 st, heklið 2 síðustu st saman – LESIÐ ÚRTAKA-1, endið á 1 kl í 3. ll frá byrjun umf = 62-68-76 st.

UMFERÐ 2: 3 ll, heklið 2 næstu st saman – LESIÐ ÚRTAKA-1, heklið 1 st í hvern og einn af næstu 17-20-24 st, * heklið 2 st, heklið 2 næstu st saman – LESIÐ ÚRTAKA-2 *, endurtakið frá *-* 6 sinnum, heklið 1 st í hvern og einn af næstu 17-20-24 st, heklið 2 síðustu st saman – LESIÐ ÚRTAKA-1, endið á 1 kl í 3. ll frá byrjun umf = 54-60-68 st.

UMFERÐ 3: 3 ll, heklið 2 næstu st saman – LESIÐ ÚRTAKA-1, heklið 1 st í hvern og einn af næstu 16-19-23 st, * heklið 1 st, heklið 2 næstu st saman – LESIÐ ÚRTAKA-2 *, endurtakið frá *-* 6 sinnum, heklið 1 st í hvern og einn af næstu 16-19-23 st, heklið 2 síðustu st saman – LESIÐ ÚRTAKA-1, endið á 1 kl í 3. ll frá byrjun umf = 46-52-60 st.

UMFERÐ 4: 3 ll, heklið 2 næstu st saman – LESIÐ ÚRTAKA-1, heklið 1 st í hvern og einn af næstu 15-18-22 st, * heklið 2 næstu st saman – LESIÐ ÚRTAKA-2 *, endurtakið frá *-* 6 sinnum, heklið 1 st í hvern og einn af næstu 15-18-22 st, heklið 2 síðustu st saman – LESIÐ ÚRTAKA-1, endið á 1 kl í 3. ll frá byrjun umf = 38-44-52 st.

Skiptið yfir í kirsuberjarautt, heklið eina umf með 1 fl í hverja fl með 2 þráðum með heklunál nr 4,5. Klippið frá og festið enda. Heklið aðra tátilju alveg eins.

Athugasemdir (6)

Skrifa athugasemd!

Elin Taule 19.09.2017 - 20:41:

Det skal jo økes ved 2,4 og 6 omg,men regnes det som første omg der hvor man skal hekle 2 fm i samme,deretter [23-26] 30 fm,så 4 fm,snu og 2 fm, avslutt m en kjm i første lm?. el er raden etter som er første rad, der hvor det står - videre hekles det en fm i hver fm...?

DROPS Design 20.09.2017 kl. 12:56:

Hei Elin. Ingen av delene, du skal starte med økningene på 2. omgang av «Videre hekles det 1 fm i hver fm…» God Fornøyelse!

Vida 04.10.2015 - 19:23:

There is no graph for this pattern?

DROPS Design 05.10.2015 kl. 09:57:

Dear Vida, there are only written pattern to these slippers - follow them step by step and please contact your DROPS store for any individual assistance. Happy crocheting!

Anita Thomsen 25.06.2015 - 14:15:

Den mærketråd der skal sættes er det ved de 4 masker der skal hækles i samme inden man skal vende og strikke tilbage, eller er det til sidst når man skal lave en kædemaske?

DROPS Design 08.07.2015 kl. 15:53:

Hej Anita, se under UDTAGNINGSTIPS, her beskriver vi hvor den skal sidde. God fornøjelse!

Agnieszka Kurowska 10.02.2015 - 09:07:

Takiego szukam w rozmiarze dziecięcym na 4-6 lat i 12 lat

Maria Grazia 01.01.2015 - 09:08:

Le pappucce dovrebbero avere degli inserti antiscivolo nella parte che aderisce al pavimento ed una piccola imbottitura interna, sempre nella suola, al fine di proteggere la pianta dei piedi. del modello mi piace molto l'idea di differenziare le parti con colori diversi

Barbay Nicole 29.12.2014 - 19:59:

En faire quelques modèles pour les visites des amis! sympa et joli

Skrifaðu athugasemd um DROPS 162-9

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.