DROPS / 162 / 2

Bohemian Blues by DROPS Design

Heklað DROPS poncho úr Paris. Ein stærð.

Leitarorð: ferningur, gatamynstur, poncho,

DROPS Design: Mynstur nr w-539
Garnflokkur C eða A+A
----------------------------------------------------------
Stærð: Ein stærð
Efni:
DROPS PARIS frá Garnstudio
450 gr litur nr 16, hvítur
50 gr litur nr 02, ljós turkos
150 gr litur nr 29, ljós ísblár
150 gr litur nr 30, gráblár

DROPS HEKLUNÁL NR 5 – eða þá stærð sem þarf til að 4 st-hópar á breiddina og 7 umf á hæðina verði 10 x 10 cm. Einn ferningur mælist 38 x 38 cm.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (42)

100% Bómull
frá 308.00 kr /50g
DROPS Paris uni colour DROPS Paris uni colour 352.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Paris recycled denim DROPS Paris recycled denim 308.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 4928kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

RENDUR-FERNINGUR:
UMFERÐ 1: Hvítur
UMFERÐ 2: Ljós turkos
UMFERÐ 3-4: Ljós ísblár
UMFERÐ 5-8: Hvítur
UMFERÐ 9-10: Gráblár
UMFERÐ 11-12: Ljós ísblár
UMFERÐ 13-14: Hvítur
UMFERÐ 15-16: Gráblár

RENDUR-KANTUR:
2 umf hvítur, 1 umf ljós ísblár, 1 umf gráblár, 1 umf ljós turkos, 1 umf ljós ísblár (= alls 6 umf).

MYNSTUR:
Sjá teikningu A.1 og A.2.

SKIPT UM ENDA:
Í 2 ferningum sem heklaðir eru með röndum er gott að enda umf alveg með litnum í síðustu umferðinni, klippið frá og byrjið nýja umf með nýjum lit.
----------------------------------------------------------

PONCHO:
Heklið 4 stóra ferninga eins og skýrt er frá að neðan. Síðan eru ferningarnir heklaðir saman í poncho. Að lokum er heklaður kantur í hálsmáli og borði meðfram kanti að neðan, áður en kögrið er fest neðst niðri í kringum allt ponchoið.

Heklið 2 ferninga með hvítu (= ferningur A) og 2 ferninga með RENDUR-FERNINGUR – sjá skýringu að ofan (= ferningur B).

1 FERNINGUR:
Heklið 4 ll með heklunál nr 5 með hvítu og tengið saman í hring með 1 kl í 1. ll. Heklið síðan eftir mynstri A.1, þ.e.a.s. heklið þannig:

UMFERÐ 1: 5 ll (jafngilda 1 st + 2 ll), * 1 st um hringinn, 2 ll *, endurtakið frá *-* alls 7 sinnum og endið á 1 kl í 3. ll frá byrjun umf (= 8 st með 2 ll á milli hverra).
UMFERÐ 2: 6 ll (jafngilda 1 st + 3 ll), heklið 1 st í 3. ll sem hekluð var, * heklið 1 st í næsta st, 3 ll, 1 st í fyrsta af 3 ll *, endurtakið frá *-* alls 7 sinnum, endið á 1 kl í 3. ll frá byrjun umf (= 8 st með boga á milli hverra).
UMFERÐ 3: 4 ll (jafngilda 1 tbst), heklið 1 tbst + 3 ll + 2 tbst + 3 ll + 2 tbst í sömu l (= horn), * 3 ll, 1 st í næsta st, 3 ll, í næsta st er heklað 2 tbst + 3 ll + 2 tbst + 3 ll + 2 tbst (= horn) *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 3 ll, 1 st í næsta st, 3 ll og 1 kl í 4. ll í byrjun umf.
UMFERÐ 4: Heklið kl að næsta tbst í horni, 1 ll, 1 fl á milli 2 miðju tbst í horni, 3 fl um bogann, * 1 fl á milli næstu 2 tbst, 3 fl um bogann,1 fl í næsta st, 3 fl um bogann, 1 fl á milli fyrstu 2 tbst í hornið, 3 fl um bogann, 1 fl á milli 2 næstu tbst, 2 ll, 1 fl á milli sömu 2 tbst, 3 fl um bogann *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 1 fl á milli næstu 2 tbst, 3 fl um næsta boga, 1 fl í næsta st, 3 fl um næsta boga, 1 fl á milli 2 fyrstu tbst, 3 fl um bogann og endið á 1 kl í fyrstu ll í byrjun umf.
UMFERÐ 5: 1 kl um bogann í hornið, 6 ll (jafngilda 1 st + 3 ll), 1 st um sama boga, * 3 ll, hoppið yfir 3 fl, 1 fl í næstu l, 3 ll, hoppið yfir 2 fl, 1 hst í næstu l, 3 ll, hoppið yfir 1 fl, 1 hst í næstu l, 3 ll, hoppið yfir 2 fl, 1 fl í næstu l, 3 ll, 1 st + 3 ll + 1 st um ll-boga í horni *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 3 ll, hoppið yfir 3 fl, 1 fl í næstu l, 3 ll, hoppið yfir 1 fl, 1 hst í næstu l, 3 ll, hoppið yfir 2 fl, 1 hst í næstu l, 3 ll, hoppið yfir 2 fl, 1 fl í næstu l, 3 ll og endið á 1 kl í 3. ll í byrjun umf.
UMFERÐ 6: 1 kl um ll-boga í hornið, 3 ll (jafngilda 1 st), 2 st + 3 ll + 3 st um sama ll-boga, * heklið 3 st um hvern ll-boga fram að horni, heklið 3 st + 3 ll + 3 st um sama ll-boga í hornið *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, heklið 3 st um hvern ll-boga fram að horni og endið á 1 kl í 3. ll frá byrjun umf.
UMFERÐ 7: Heklið kl fram að ll-boga í horni, 4 ll (jafngilda 1 tbst), heklið 1 tbst + 3 ll + 2 tbst + 3 ll + 2 tbst um sama ll-boga (= horn), ** (2 ll, hoppið yfir 1 st-hóp, 1 st á undan næsta st-hóp = milli 2 st-hópa), endurtakið frá (-) alls 6 sinnum, 2 ll, 2 tbst + 3 ll + 2 tbst + 3 ll + 2 tbst um ll-boga í hornið **, endurtakið frá **-** alls 3 sinnum, endurtakið frá (-) alls 6 sinnum og endið á 2 ll og 1 kl í 4. ll í byrjun umf.
UMFERÐ 8: Heklið kl að miðju á milli 2 miðju tbst í horni, 3 ll (jafngilda 1 fl + 2 ll), 1 fl á milli sömu miðju tbst í horni, * 3 fl um bogann, 1 fl á milli næstu 2 tbst, síðan eru heklaðar 3 fl um hvern ll-boga fram að tbst í horni, 1 fl á milli 2 fyrstu tbst, 3 fl um næsta ll-boga, 1 fl + 2 ll + 1 fl á milli 2 miðju tbst í hornið *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 3 fl um bogann, 1 fl á milli næstu 2 tbst, síðan eru heklaðar 3 fl um hvern ll-boga fram að tbst í hornið, 1 fl á milli 2 fyrstu tbst, 3 fl um ll-boga og endið á 1 kl í fyrstu ll í byrjun umf.
UMFERÐ 9: Heklið kl um ll-boga í hornið, 6 ll (jafngilda 1 st + 3 ll), 1 st um sama ll-boga, * 3 ll, hoppið yfir 3 fl, 1 fl í næstu l, (3 ll, hoppið yfir 2 fl, 1 hst í næstu l), endurtakið frá (-) alls 6 sinnum, 3 ll, hoppið yfir 3 fl, 1 fl í næstu l, 3 ll, 1 st + 3 ll + 1 st um ll-boga í horni *, endurtakið frá *-* umf hringinn, en endið á 1 kl í 3. ll í byrjun umf (í stað 1 st + 3 ll + 1 st í horni).
UMFERÐ 10: 1 kl um ll-boga í horni, 3 ll (jafngilda 1 st), 2 st + 3 ll + 3 st um sama ll-boga, * heklið 3 st um hvern og einn af 3 fyrstu ll-boga, 1 ll, 3 st um hvern og einn af 3 næstu ll-boga, 1 ll, 3 st um hvern og einn af 3 næstu ll-boga, í hornið er heklað 3 st + 3 ll + 3 st um ll-boga *, endurtakið frá *-* umf hringinn, en endið á 1 kl í 1 kl í 3. ll í byrjun umf (í stað 3 st + 3 ll + 3 st í hornið).
UMFERÐ 11: Heklið kl fram að ll-boga í horni, 4 ll (jafngilda 1 tbst), heklið 1 tbst + 3 ll + 2 tbst + 3 ll + 2 tbst um sama ll-boga (= horn), * 2 ll, hoppið yfir 2 st-hópa, 1 tbst á undan næsta st-hóp, 2 ll, hoppið yfir 2 st-hópar, um ll á undan næsta st-hóp er heklað 2 tbst + 3 ll + 2 tbst + 3 ll + 2 tbst hoppið yfir 1 st- hóp, 1 tbst í miðju st í næsta st-hóp, hoppið yfir 1 st-hóp, um ll á undan næsta st-hóp er heklað 2 tbst + 3 ll + 2 tbst + 3 ll + 2 tbst, 2 ll, hoppið yfir 2 st-hópa, 1 tbst á undan næsta st-hóp, 2 ll, um ll-boga í horni er heklað 2 tbst + 3 ll + 2 tbst + 3 ll + 2 tbst *, endurtakið frá *-* umf hringinn, en endið á 1 kl í 4. ll frá byrjun umf (í stað tbst-hópa í horni).
UMFERÐ 12: Heklið kl að miðju á milli 2 miðju tbst í horni, 3 ll (jafngilda 1 kl + 2 ll), 1 fl á milli sömu miðju tbst í horni, heklið síðan * 3 fl um næsta ll-boga, 1 fl á milli næstu 2 tbst, 3 fl um næstu tvo ll-boga, 1 fl á milli næstu 2 tbst, 3 fl um næsta ll-boga, 1 fl á milli næstu 2 tbst, 3 fl um næsta ll-boga, 1 fl í næsta 2 tbst, hoppið yfir næsta tbst, 1 fl í næstu 2 tbst, 3 fl um ll-boga, 1 fl á milli næstu 2 tbst, 3 fl um næsta ll-boga, 1 f á milli næstu 2 tbst, 3 fl um næsta ll-boga, 1 fl + 2 ll + 1 fl á milli 2 miðju tbst í horni *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum. Endið með 1 fl á milli fyrstu 2 tbst, 3 fl um ll-boga og að lokum 1 kl í fyrstu ll frá byrjun umf.
UMFERÐ 13: Heklið kl um ll-boga í horni, 7 ll (jafngilda 1 tbst + 3 ll), 1 tbst um sama ll-boga, * 3 ll, hoppið yfir 3 fl, 1 st í næstu l, 3 ll, hoppið yfir 2 fl, 1 hst í næstu l, 3 ll, hoppið yfir 1 fl, 1 hst í næstu l, 3 ll, hoppið yfir 3 fl, 1 fl í næstu l, 3 ll, hoppið yfir 1 fl, 1 fl í næstu l, 3 ll, hoppið yfir 1 fl, 1 fl í næstu l, 2 ll, hoppið yfir 2 fl, 1 st í næstu l, 2 ll, hoppið yfir 3 fl, 1 fl í næstu l, 3 ll, hoppið yfir 1 fl, 1 fl í næstu l, 3 ll, hoppið yfir 1 fl, 1 fl í næstu l, 3 ll, hoppið yfir 3 fl, 1 hst í næstu l, 3 ll, hoppið yfir 1 fl, 1 hst í næstu l, 3 ll, hoppið yfir 2 fl, 1 st í næstu l, 3 ll, hoppið yfir 3 fl og heklið 1 tbst + 3 ll + 1 tbst um ll-boga í horni *, endurtakið frá *-* umf hringinn, en endið á 1 kl í 4. ll í byrjun umf (í stað 1 tbst + 3 ll + 1 tbst um ll-boga í horni).
UMFERÐ 14: 1 kl um ll-boga í horni, 3 ll (jafngilda 1 st), 2 st + 3 ll + 3 st um sama ll-boga, * heklið 3 st um hvern og einn af 6 fyrstu ll-boga, 1 st um 2-ll-boga, 1 st í st, 1 st um 2-ll-boga, heklið 3 st um hvern og einn af 6 næstu ll-boga, í horni er heklað 3 st + 3 ll + 3 st um ll-boga *, endurtakið frá *-* umf hringinn, en endið á 1 kl í 3. ll frá byrjun umf (í stað 3 st + 3 ll + 3 st í horni).
UMFEÐ 15: 1 kl um ll-boga í horni, 3 ll (jafngilda 1 st), 2 st + 3 ll + 3 st um sama ll-boga, * (2 ll, 1 st á undan næsta st-hóp), endurtakið frá (-) fram að horni, 2 ll, um ll-boga í horni heklið 3 st + 3 ll + 3 st *, endurtakið frá *-* umf hringinn, en endið á 1 kl í 3. ll í byrjun umf (í stað st-hóps í horni).
UMFERÐ 16: 1 kl um ll-boga í horni, 3 ll (jafngilda 1 st), 2 st + 3 ll + 3 st um sama ll-boga, * heklið 3 st um hvern ll-boga fram að horni, heklið 3 st + 3 ll + 3 st um ll-boga í horni *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, heklið 3 st um hvern ll-boga fram að horni og endið á 1 kl í 3. ll í byrjun umf.

Nú er ferningurinn tilbúinn. Klippið frá og festið alla enda.

ATH: Ef óskað er eftir að ponchoið verði stærra er umf 15-16 endurtekin að óskaðri stærð.

FRÁGANGUR:
Leggið ferningana saman eins og sýnt er á teikningu svo að litaður ferningur verði við miðju að framan og við miðju að aftan og hvítir ferningar á hliðum.
Leggið 2 ferninga saman ofan á hvorn annan með röngu að röngu og hekli saman með hvítu þannig: ** Heklið 1 fl um ll-boga í horni á 1. ferningi, 1 ll, 1 fl um ll-boga í horni á 2. ferningi, * 3 ll, 1 fl um næsta ll-boga á 1. ferningi, 1 ll, 1 fl um næsta ll-boga á 2. ferningi *, endurtakið frá *-* að næsta horni, endið á 3 ll á undan skiptinga að næsta ferning **, endurtakið frá **-**.

HÁLSMÁL:
Heklið kant í kringum hálsmál með heklunál nr 5 þannig: Byrjið með ljós turkos og heklið fyrstu umf í A.2, en í horni við miðju að framan og miðju að aftan verður að stilla af þannig að kanturinn liggi fallega við miðju að framan. Skiptið yfir í ljós ísblátt og heklið 2. umf í A.2 alveg eins. Klippið frá og festið enda.

KANTUR NEÐST Á PONCHO:
Heklið kant neðst niðri í kringum allt ponchoið með heklunál nr 5 þannig: Byrjið með hvítu og heklið mynstur eftir teikningu A.2 JAFNFRAMT er heklað RENDUR-KANTUR – sjá skýringu að ofan. ATH: Til þess að kanturinn haldið áfram og myndi fallegt horn eins og á ferningi er nauðsynlegt að halda áfram með útaukningu við miðju að framan og við miðju að aftan, þ.e.a.s. að um miðju ll-boga við miðju að framan og við miðju að aftan er heklað 3 st + 3 ll + 3 st í hverja umf. Þegar kanturinn tilbúinn klippið frá og festið enda.

KÖGUR:
1 kögur = 6 þræðir ca 40 cm. Leggið endana saman tvöfalda, þræðið í lykkjuna í gegnum opið á milli 2 st hópa og dragið endana í gegnum lykkjuna (þannig að það hanga niður 12 þræðir í hverju kögri). Byrjið á 1 kögri í ll-boga í horni við miðju að framan og við miðju að aftan, setjið síðan kögur meðfram skálaga kanti á poncho á milli annan hvers st-hóps.

Þetta mynstur hefur verið leiðrétt. .

Yfirfarið á vefsvæði: 18.03.2015
Nýtt efnismagn í hvítu og turkos: DROPS Paris frá Garnstudio 450 gr litur nr 16, hvítur 50 gr litur nr 02, ljós turkos 150 gr litur nr 29, ljós ísblár 150 gr litur nr 30, gráblár.
Yfirfarið á vefsvæði: 05.09.2016
Leiðrétting á umferð 4 og 12.
Yfirfarið á vefsvæði: 30.09.2016
Leiðrétting á umferð 12 og 5

Mynstur

= 1 ll
= 1 kl
= 1 fl í l
= 1 fl um boga
= 1 fl á milli 2 tbst
= 1 hst í l
= 1 st í l
= 1 st um boga
= 1 st á milli 2 st-hópa
= 1 tbst í l
= 1 tbst um boga
= 1 tbst á milli 2 st-hópaAthugasemdir (42)

Skrifa athugasemd!

Lynn 11.01.2019 - 18:01:

Dear Drops, I love your yarns, however I am having trouble with this pattern. Would it be possible to get a tutorial video on the center portion of this pattern 162- 2? I have twin nieces and one fell in love with this poncho and other my other niece fell in love with "A Wistful Dream". I would love to make these for my nieces. Thank You for your assistance.

DROPS Design 12.01.2019 kl. 15:37:

Dear Lynn, you can find the tutorial videos related to this pattern right below the picture of the pice, and there od one on how to start the piece. Happy crafting!

Kathy 11.11.2018 - 16:35:

I have been reading crochet pattern directions for 50 years and this is the WORST SET OF WRITTEN DIRECTIONS I have ever seen!. You need to give e VALID CORRECT DIRECTIONS not diagrams no one can understand. I finally got rows 1-6 looking OK. Rows 7-16 -- I made up myself based on stitches used in first 6 rows.

DROPS Design 12.11.2018 kl. 10:58:

Dear Kathy, we are sorry to hear you have troubles to understand diagrams - each symbol is matching a stitch as explained under diagram key. Work the first 3 rounds in diagram starting with the 3 ch in the middle of 1st round and readh towards the left in the round. Then repeat the diagram as shown to make a square (A.1) - for any further individual assistance reading diagrams, please contact the store where you bought the yarn - even per mail or telephone. Happy crocheting!

Karen 23.07.2018 - 02:14:

You have very beautiful items. That being said, after trying a few I now dont even look if it is a drops pattern.

Heather 29.08.2017 - 11:54:

After frogging the first three rounds with a lot of difficulty, I cannot fathom out round 4! I have read the comments above and the general feeling is that it is a VERY DIFFICULT pattern! WHY is there no video instruction for this pattern? I think it is very much needed.

DROPS Design 29.08.2017 kl. 12:40:

Dear Heather, we will add your wish on our todolist, but remember you can always contact your DROPS store for any individual assistance when working on our patterns. Happy crocheting!

Rita Rockhold 22.04.2017 - 19:41:

Round 13 is my nemesis!!!! But after making this once and nearly growling at someone who requested another, I think I may have successfully fugded it!!!

Judy 27.03.2017 - 10:04:

Could you please tell me what the dimensions are for each square. I am a size XL so need it larger probably

DROPS Design 27.03.2017 kl. 10:06:

Dear Judy, a square measures approx. 38x38 cm (see under tab "Materials"). Happy crocheting!

Cori Lopez 03.10.2016 - 18:55:

I did this, but u need to make up ur own rows for 90 percent. This is only really an idea, definitely not a pattern to follow. Please don't try and don't erase my comment so others r warned. Thx

Cori Lopez 29.09.2016 - 00:05:

Row 5...skip 3 in between all, not 2. Don't use diagram until 12 only written, after 11 use diagram only. That will do it if you are advanced enough to look over the other minor mistakes. Thought I'd help until it's all corrected☺️

Cori Lopez 26.09.2016 - 03:53:

Row 12 is wrong. I see it was brought to your attention, but it's still not fixed. Please fix and be professional. Thx

DROPS Design 28.09.2016 kl. 09:33:

Dear Mrs Lopez, your feedback has been forwarded to our Team and pattern will be checked again, thank you in advance for your patience.

Patrícia Santos 02.09.2016 - 23:49:

Estou a ter alguns problemas na passagem da carreira 3 para a 4. Dizem para começarmos a carr 4 com 1pc, 1 pb entre os 2 pad do meio do canto, mas no início da carreira 4, não estamos no meio dos 2 pad do canto, mas nos 2 pad do início do canto. O esquema também sugere que estamos no canto, mas não é assim. Reparem no esquema: as correntes que "sobem" para iniciar uma nova carreira, não se encontram no canto do quadrado... Estou errada? Muito obrigada pela vossa disponibilidade! Patrícia

DROPS Design 07.09.2016 kl. 08:54:

Foram detectados erros nas carreiras 4 e 12. As devidas correcções já foram feitas. Obrigada pelo seu alerta!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 162-2

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.