DROPS / 162 / 24

Aira by DROPS Design

Heklað DROPS poncho úr ”Alpaca Bouclé” með blómakanti, heklað ofan frá og niður. Stærð S- XXXL.

DROPS Design: Mynstur nr ab-052
Garnflokkur C eða A + A
----------------------------------------------------------

Stærð: S/M - L/XL - XXL/ XXXL
Efni:
DROPS ALPACA BOUCLÉ frá Garnstudio
150-200-200 gr litur nr 7402, ljós sægrænn

DROPS HEKLUNÁL NR 6 – eða sú stærð sem þarf til að 12 st og 7 umf á hæðina verði 10 x 10 cm – eða 4 ll-bogar verði 10 cm á breidd.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (4)

80% Alpakka, 15% Ull, 5% Polyamide
frá 858.00 kr /50g
DROPS Alpaca Bouclé uni colour DROPS Alpaca Bouclé uni colour 858.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Alpaca Bouclé mix DROPS Alpaca Bouclé mix 858.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 2574kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

MYNSTUR:
Sjá teikningu A.1. Teikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu.

HEKLLEIÐBEININGAR:
Eftir síðasta st í umf, haldið áfram að næstu umf með 1 st um næsta ll-boga (= fyrsti ll-bogi í næstu umf). ATH: Merkið byrjun á umf með prjónamerki á milli síðustu ll í umf og fyrsta st í næstu umf, látið prjónamerki fylgja með í stykki.
----------------------------------------------------------

PONCHO:
Stykkið er heklað í hring ofan frá og niður. Heklið 95-111-119 LAUSAR ll með Alpaca Bouclé með heklunál nr 6 og tengið í hring með 1 kl í fyrstu ll.
UMFERÐ 1: Heklið 6 ll, 1 st í 4. ll í hringinn (= fyrsti ll-bogi í umf). Heklið * 3 ll, 1 st í 4. ll * , endurtakið frá *-* þar til 3 ll eru eftir í umf. Heklið 3 ll, 1 st um fyrsta ll-boga í umf = 24-28-30 ll-bogar í umf.
UMFERÐIR 2-3: Lesið LEIÐBEININGAR – sjá skýringu að ofan. Heklið * 3 ll, 1 st um næsta ll-boga *, endurtakið frá *-* út umf (síðasti st er um 1. ll-boga).
UMFERÐ 4: Heklið * 3 ll, 1 st um næsta ll-boga *, endurtakið frá *-* umf hringinn JAFNFRAMT er aukið út um 6-4-6 ll-boga með því að hekla þannig um 4.-7.-5. hvern ll-boga: 3 ll, 1 st, 3 ll, 1 st. Síðasti st er um fyrsta ll-boga = 30-32-36 ll-bogar í umf.
ATHUGIÐ HEKLFESTUNA!
UMFERÐ 5: Heklið eins og umf 2.
UMFERÐ 6: Heklið * 3 ll, 1 st um næsta ll-boga *, endurtakið frá *-* umf hringinn JAFNFRAMT er aukið út með því að hekla um annan hvern ll-boga þannig: 3 ll, 1 st, 3 ll, 1 st = 45-48-54 ll-bogar í umf.
Heklið eins og umf 2 þar til stykkið mælist ca 29-29-31 cm.
UMFERÐ 7: Heklið * 3 ll, 1 st um næsta ll-boga *, endurtakið frá *-* umf hringinn JAFNFRAMT er aukið út um 9-12-9 ll-boga með því að hekla um 5.-4.-6. hvern ll-boga þannig: 3 ll, 1 st, 3 ll, 1 st = 54-60-63 ll-bogar í umf.
Heklið eins og umf 2 þar til stykkið mælist 36-38-40 cm.
UMFERÐ 8: Heklið * 3 ll, 1 st um næsta ll-boga *, endurtakið frá *-* umf hringinn JAFNFRAMT er aukið út um 10-8-7 ll-boga með því að hekla (3 ll, 1 st, 3 ll, 1 st) um 5.-7.-9. hvern ll-boga 6-4-3 sinnum og í 6.-8.-9. hvern ll-boga 4-4-4 sinnum = 64-68-70 ll bogar í umf. Heklið eins og umf 2 þar til stykkið mælist 51-53-55 cm.

BLÓMAKANTUR:
Heklið nú kant – sjá teikningu A.1 þannig: 1 ll, * 10 ll, 1 kl í 4. ll frá heklunálinni, 4 ll, 1 kl í sömu ll, 3 ll, 1 kl í sömu ll, 7 ll, hoppið yfir 2 ll-boga frá fyrri umf, 1 fl í næsta st, 14 ll, 1 kl í 6. ll frá heklunálinni (= ll-hringur), snúið við, ** 3 ll, 2 st um ll-hringinn, 3 ll, 1 kl um ll-hringinn (= blómablað) ** , endurtakið frá **-** 2 sinnum til viðbótar = 3 blómablöð, 9 ll, hoppið yfir 2 ll-boga frá fyrri umf, 1 fl í næsta st *, endurtakið frá *-* í kringum alla umf. Endið á 1 kl í 1. ll í umf. Klippið frá og festið enda.

Mynstur

= st
= st um ll-boga
= ll
= fl í st
= kl
= byrjið hér (= kantur)


Athugasemdir (4)

Anni 14.12.2014 - 11:56:

Dieser Poncho spiegel den Sommer wider: leicht und luftig, auch die Farbe ist einfach wunderschön. Ich freue mich sehr auf das Muster

Marina Postorino 13.12.2014 - 15:23:

Ideale per le serate estive

Marijke 12.12.2014 - 10:00:

Ben gek op Alpaca Boucle, is een genot om te dragen op frissere zomerdagen/avonden. Deze poncho lijkt me ideaal voor dat doel door de 'open' steek.

Lauren McRoberts 11.12.2014 - 16:40:

Super cute! Love the Alpaca Boucle yarn!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 162-24

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.